Írskur þjóðernissinni forsætisráðherra Norður-Írlands í fyrsta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 18:44 O'Neill ávarpar þingið eftir að hún tók við embætti forsætisráðherra Norður-Írlands í dag. AP Michelle O'Neill, þingkona Sinn Féin, skráði sig í sögubækurnar þegar hún tók við embætti sem forsætisráðherra Norður-Írlands þegar þing kom saman í dag eftir tveggja ára sniðgöngu sameiningarsinna. Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022. Norður-Írland Bretland Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Michelle O'Neill sem er varaforseti Sinn Féin, flokks írskra lýðveldissinna og sósíaldemókrata, var tilnefnd í dag sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Norður-Írlands. Hún er þrettándi forsætisráðherra landsins en sá fyrsti úr röðum Sinn Féin. „Dagar annars flokks ríkisborgararéttar eru löngu liðnir. Dagurinn í dag staðfestir að við ætlum aldrei að snúa aftur til baka,“ sagði O'Neill þegar hún tók við embættinu. „Sem írskur lýðveldissinni heiti ég samstarfi og raunverulegri heiðarlegri viðleitni með þessum kollegum sem eru breskir bandalagssinnar og þykir vænt um konungsríki Bretlands. Þetta er þing fyrir alla, kaþólikka, mótmælendatrúar og utankirkjumenn,“ sagði hún einnig. Þingið ekki starfað í tvö ár Ríkisstjórn Norður-Íra byggir á Friðarsamkomulagi föstudagsins langa (e. Good Friday Peace Accors) sem var handsalað árið 1998 eftir þrjátíu ára átök sem hafa verið kölluð Vandræðin (e. The Troubles). Samkomulagið deilir valdi milli tveggja stærstu stjórnmálahópa landsins, breskra bandalagssinna sem vilja vera áfram í Sameinuðu konungsríki Stóra-Bretlands og írskra þjóðernissinna sem vilja sameinast Írlandi. Hvorugur hópurinn getur stjórnað án samþykkis hins og undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin verið óstarfhæf eftir að DUP, bandalagssinnaðir demókratar, sniðgengu þingið til að mótmæla verslunarmálum tengdum Brexit. O'Neill mun deila völdum í tveggja manna stjórn með Emmu Little-Pengally úr flokki DUP sem tekur embætti sem staðgengill forsætisráðherra. Þær eru jafnvaldamiklar en O'Neill ber virtari titil eftir að Sinn Féin fékk flest þingsæti í kosningunum 2022.
Norður-Írland Bretland Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira