Conor Bradley skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið miðvikudagskvöld er hann átti stórleik gegn Chelsea þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö.
Nú, aðeins nokkrum dögum síðar, hefur hann misst föður sinn en ekki er vitað að svo stöddu hver dánarorsökin voru.
Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Liverpool á Instagram en ljóst er að allir stuðningsmenn Liverpool votta honum samúð sína ef marka má athugasemdir undir færslunni.