Eins og hundrað kílóum léttari eftir að hafa tæmt húsið Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 4. febrúar 2024 19:57 Andrea Ævarsdóttir var meðal þeirra sem tæmdu búslóð sína úr Grindavík í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira