Af hverju vatnsvernd? Jón Trausti Kárason skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar