Heitar tökur í Lokasókninni: „Taylor Swift er Yoko Ono“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 16:31 Taylor Swift fagnar eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum. AP/Julio Cortez Lokasóknin er þáttur þar sem menn þora að hafa skoðanir og þá kemur alltaf að skuldadögum eins og sást vel í skemmtilegri syrpu í síðasta þætti. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Sjá meira
Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Við erum hér í þessum þætti ekki hræddir við að fara í heitar tökur. Sumir veigra sér við að fara í heitar tökur en við gerum það ekki. Stundum kemur að skuldadögum og sú stund er komin núna,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. Lokasóknin sýndi í framhaldinu brot af því sem þeir hafa látið út úr sér í þáttunum á þessu tímabili. „Hér er smá syrpa af heitustu tökunum í Lokasókninni þetta árið,“ sagði Andri. Þar má sjá sérfræðingana afskrifa Baker Mayfield hjá Tampa Bay Buccaneers, tala vel um Mac Jones hjá New England Patriots, gefa upp alla von fyrir hönd Houston Texans og setja pening á Philadelphia Eagles. Klippa: Lokasóknin: Heitar tökur í Lokasókninni á tímabilinu San Francisco 49ers komst ekki einu sinni á lista í einni kraftröðuninni, menn komu Russell Wilson til varnar, hneyksluðust á spádómum sem svo rættust og spáðu Ljónunum frá Detroit góðu gengi. Menn voru líka með puttann á púlsinum í heitu tökunum. Kannski var heitasta takan að afskrifa Patrick Mahomes og félaga hans í Kansas City Chiefs. „Mér finnst þetta Kansas lið vera svo lélegt,“ sagði Andri. „Travis Kelce er að detta í líkamlegt hræ því miður. Taylor Swift er Yoko Ono,“ sagði Henry Birgir. Travis Kelce vaknaði heldur betur á réttum tíma og er kominn í Super Bowl með Kansas City Chiefs liðinu. „Hvað eldist verst þarna strákar,“ spurði Andri og það má sjá þessar klippur og svarið við því hér fyrir ofan. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Sjá meira