Segir Zodiac hafa hirt greiðsluna upp í eldri skuld Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 14:35 Zodiac bátur á borð við þá sem Sportbátar seldu áður en fyrirtækið fór í gjaldþrot. Lúther Gestsson, fyrirsvarsmaður félagsins Knarrarvogs ehf (Sportbátar) er afar ósáttur við fjölmiðlaumfjöllun þar sem greint hefur verið frá því að Björgunarsveit Skagfirðingasveit hafi verið hlunnfarin um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna. Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina. Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vísir hefur reynt án afláts nú í nokkra daga að ná tali af þeim sem skráðir eru fyrir Knarrarvogi en án árangurs. Nú hins vegar sendir Lúther fjölmiðlum tölvupóst, nokkrum dögum eftir að fréttin birtist, og segir margvíslegar rangfærslur að finna í fréttum, þar á meðal umfjöllun Vísi. Lúther vísar til þess sem segir á Facebook-síðu Vísis, þar sem eftirfarandi kemur fram: „Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Nú síðast sviku þeir Björgunarsveit Skagfirðingasveit um andvirði heils Zodiac-báts og um tæki að andvirði níu milljóna.“ Fram kom í tilkynningu Skagfirðingasveitarinnar að sveitin „var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og sagðist þekkja fleiri dæmi af viðskiptavinum sem hefðu borgað inn á pantanir sínar en svo reynst næsta ómögulegt að ná í fyrirtækið. Fyrirtækið því miður í gjaldþrot Lúther segir að í fyrsta lagi hafi verið lögð inn pöntun fyrir þessum báti sem Skagfirðingasveitin pantaði. Hún hafi verið til hefðbundinnar meðferðar þegar félagið „fór því miður í gjaldþrot og allar pantanir voru cancelaðar.“ Hér getur að líta pöntunina sem send var Zodiac-fyrirtækinu. Andvirðið hirti Zodiac upp í gamla skuld. Lúther segist í tölvupóstinum sjálfur hafa reynt að fá Zodiac til að halda áfram „framleiðslunni þrátt fyrir gjaldþrotið og er ég raunar enn að vonast til að þeir samningar sem voru gerðir verði virtir og þessir 5 aðilar sem höfðu pantað báta fái þá afhenta og ekkert tjón verði því.“ Fram hefur komið að Landhelgisgæslan hafi einnig pantað bát af Lúther og félögum. Meiðandi umfjöllun fyrir Lúther Í öðru lagi hafi ekkert af þeim innborgunum sem Knarrarvogur ehf. móttók farið í vasa Lúthers. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac. Var það gert án samþykkis frá þér.“ Í þriðja lagi sé það beinlínis rangt að Lúther hafi féflett nokkurn mann enda fór ekkert af þessum fjármunum til hans. Það geti skiptastjóri staðfest. „Fréttin og FB tilkynningin er því röng og meiðandi í minn garð persónulega,“ segir Lúther. Hann baðst undan því að svara spurningum fréttastofu um málið og sagðist hafa sagt allt sem hann vildi segja. Fram kom í yfirlýsingu Skagfirðingarsveitarinnar að Lúther hefði ekki svarað fyrirtækinu í lengri tíma þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um pöntunina.
Björgunarsveitir Gjaldþrot Landhelgisgæslan Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira