Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 21:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira