Fær sextíu milljarða minna í laun en kollegi sinn í hinu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:00 Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers og Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, heilsast á kynningakvöldi fyrir Super Bowl leikinn í Las Vegas. AP/Matt York Lið San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs spila um Ofurskálina í Super Bowl NFL deildarinnar annað kvöld. Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Ofurskálin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Mikilvægasta staðan í liðinu er staða leikstjórnandans sem þarf að stýra sóknarleik liðanna. Leikstjórnendur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gætu varla komið úr ólíkari átt í þennan stærsta einstaka leik ársins í bandarískum íþróttum. Stórstjarnan Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs hefur lengi verið talinn besti leikmaður deildarinnar, hann hefur unnið tvo titla og fékk á sínum tíma risavaxinn samning. Kom inn bakdyramegin Hinum megin er Brock Purdy sem kom bakdyramegin inn í lið San Francisco 49ers eftir að hafa verið valinn síðastur í nýliðavalinu. Hann vann sér inn byrjunarliðssætið í fyrra og hefur leitt liðið alla leið í úrslitaleikinn í ár. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Það er ekki aðeins mikill munur á því hvernig þeir komu inn í deildina heldur er rosalegur munur á launaseðli leikmannanna tveggja sem spila þessa mikilvægu stöðu í sínum liðum. 62 milljarða samningur Mahomes skrifaði á sínum tíma undir tíu ára samning við Chiefs sem skilar honum 450 milljónum dollara eða 62 milljörðum íslenskra króna. Purdy er aftur á móti enn á nýliðasamningnum sem skilar honum aðeins 3,7 milljónum dollara eða 510 milljónum íslenskra króna. Þetta þýðir að Mahomes er með meira en sextíu milljarða króna meira í laun en kollegi hans í hinu liðinu. Svo mikill er munurinn að Mahomes fékk meira borgað fyrir hverja sendingu sína á leiktíðinni en Purdy fær samtals borgað á öllu tímabilinu. Í úrslitaleik deildanna var Mahomes með eina snertimarkssendingu, 30 af 39 sendingum heppnuðust og hann kastaði fyrir 241 jarda. Purdy var aftur á móti með eina snertimarkssendingu, 20 af 31 sendingu heppnuðust og hann kastaði fyrir 267 jördum. „Herra skiptir ekki máli“ Af því að Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu þá var hann kallaður „Mr. Irrelevant“ eða „Herra skiptir ekki máli“. Takist honum að leiða 49ers lið til sigurs, sem engum leikstjórnanda 49ers hefur tekist í þrjátíu ár, verður þetta efni í góða Hollywood kvikmynd. Það búast hins vegar flestir við því að Mahomes bæti við þriðja titlinum og haldi áfram að vegferð sinni að því að verða besti NFL leikmaður allra tíma. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Ofurskálin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti