Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hlutafé
![Amaroq var skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar í september í fyrra og er núna með markaðsvirði upp á liðlega 33 milljarða.](https://www.visir.is/i/352E67F8454B6CE2457ABEC52AEE35AC0DC265FCDF6D0DE17B0E3229D748C001_713x0.jpg)
Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina.