Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 20:01 Ungu hjónin taka aðstæðunum af miklu æðruleysi. Hin tæplega árs gamla Aría var spennt fyrir sumarbústaðaferð en fimm daga gömul systir hennar lét sér fátt um finnast. Vísir/Ívar Fannar Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.” Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Viktor Freyr Hallsson og Camilla Hjördís Samúelsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Hrafnhildur Myrkey, en fyrir áttu þau hina ellefu mánaða gömlu Aríu Sóley. Fjölskyldan sem er búsett í Vogunum, hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem nú hefur skapast á Suðurnesjum. „Það er bara heitavatnslaust hjá okkur, og það þýðir bara ískalt hús. Það er svo hátt til lofts hjá okkur að hitinn leitaði strax upp,“ segir Camilla. Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Fjölskyldan fékk inn hjá vinafólki í vikunni. Í morgun þegar ljóst var að ástandið myndi standa lengur en búist var við setti Camilla inn auglýsingu á Facebook og auglýsti eftir húsnæði eða sumarbústað sem fjölskyldan gæti fengið til afnota þar til hiti kæmist á heimili þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það er ótrúlega yndisleg kona sem ætlar að lána okkur bústaðinn sinn. Við megum vera eins lengi og við viljum. Fjölskyldan heldur því upp í sumarbústað á morgun en hversu lengi þau verða þar vita þau ekki. Foreldrar Camillu munu líta eftir húsnæði þeirra á meðan. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvissu bera ungu foreldrarnir sig vel og eru þakklát fyrir þá velvild sem þeim hefur verið sýnd. „Fólkið sem býr hérna, vinafólk okkar er yndislegt, þau eru búin að hjálpa okkur rosalega mikið. Og að hafa fengið svona jákvæðar móttökur við þessari litlu auglýsingu þegar við vorum að reyna fnna húsnæði. Við fengum skilaboð á innan við þremur mínútum eftir að ég setti auglýsinguna inn.”
Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 10. febrúar 2024 12:18