Veðbankarnir stórtapa ef Kelce skorar í Super Bowl í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 10:00 Travis Kelce og Taylor Swift eftir sigur Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Hann skoraði snertimark í leiknum. Getty/Patrick Smith Yfirmenn veðbankanna í Bandaríkjunum verða á nálum þegar boltinn fer nálægt innherjanum Travis Kelce í Super Bowl leiknum í kvöld. Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NFL Ofurskálin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Kelce og félagar í Kansas City Chiefs geta unnið NFL titilinn annað árið í röð með sigri á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fer að þessu sinni fram í Las Vegas. Ástæðan fyrir stórum áhyggjum veðbankanna er að gríðarlegur fjöldi fólks hefur veðjað á það að Kelce skori snertimark í leiknum. Athyglin hefur verið sérstaklega mikil á Kelce vegna ástarsambands hans og tónlistarkonunnar Taylor Swift. Swift hefur mætt á tólf leiki Kansas City Chiefs á leiktíðinni og flýgur í þrettán tíma frá Japan til þess að ná leiknum í Las Vegas. Það eru alls konar samsæriskenningar um að það sé búið að ákveða það að Chiefs vinni leikinn og það eru margir sem eru sannfærðir um að Kelce skori snertimark. Hann er hvort sem er alltaf líklegur enda lykilmaður Chiefs og einn besti innherjinn í sögu NFL-deildarinnar. „Við erum ekki aðdáendur eins manns og það er Travis Kelce. Við munum svitna í hvert skipti sem boltinn fer nálægt honum,“ sagði Craig Mucklow sem er varaforseti viðskiptadeildar Caesars Sports veðbankans. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 í kvöld með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NFL Ofurskálin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira