Hvað á að gera við afa? Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 09:00 Undanfarið hefur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, rekið kynningarherferð á tillögum fjárfesta um nýtt hverfi langt fyrir utan þéttbýlismörk með þeirri aðskilnaðarstefnu að þar eigi eingöngu að hýsa eldra fólk. Tillagan er kynnt undir því yfirskini að vera uppbygging á lífsgæðakjarna en um það bil allt við tillöguna er á skjön við þá hugmyndafræði. Við vitum það úr öldrunarfræðunum að það er eldra fólki, eins og öðru fólki, hollt og gott að vera í félagslega blönduðu umhverfi, nálægt yngri kynslóðum og nálægt góðum almenningssamgöngum, sem þjóna sérstaklega vel þeim sem geta ekki lengur ekið bíl. Frá Gunnarshólma, reitnum sem um ræðir, er um 2 klukkustunda gangur í næsta jaðar byggðar Kópavogs og engar almenningssamgöngur. Þessi hugmynd gengur því gegn allri betri vitneskju um hvað hlúi að andlegri og líkamlegri heilsu þessa hóps. Við vitum það líka að svæðið er utan vaxtarmarka svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, sem er sátt um að byggja ekki fyrir utan, og sem faglegar greiningar sýna að ekki sé æskilegt að færa út svo neinu nemi næstu árin. Reiturinn sem um ræðir er auk þess á viðkvæmu vatnsverndarsvæði þar sem ekki einu sinni er einfalt að fá að malbika svo mikið sem hjólastíga. Fyrir ekki svo löngu síðan þurfti meira að segja að leggja af stakan akveg á svæðinu. Áform um byggingu 5000 íbúða, með tilheyrandi íbúafjölda og öllum þeim innviðum sem fylgja, eru því vægast sagt vanhugsuð. Við þurfum vissulega að byggja bæði íbúðir fyrir eldra fólk og hjúkrunarrými. Það er óumdeilt og þörfin er brýn. Við eigum þó ekki að gera það með því að byggja einsleitt hverfi þar sem fólk 60 ára og eldri eru aðskilin frá restinni af samfélaginu. Fyrir utan það hvað staðsetningin felur í sér mikla einangrun þá snúast hugmyndir fjárfestanna og bæjarstjóra um byggingu búseturéttaríbúða eingöngu, enga fjölbreytni í búsetuformi með eignaríbúðum og leiguíbúðum í bland sem þjónar fjölbreyttum hópi. Í allri umfjöllun um lífsgæðakjarna er einmitt lögð áhersla á fjölbreytileika í íbúðaformi sem einskonar kjarna í hugmyndafræðinni, og jafnvel þá lágmarkskröfu stenst þessi tillaga ekki. Þar með er ekki um valfrelsi að ræða heldur í besta falli þvingað val, svona eins og að bjóða krökkum upp á val um að panta pizzu eða fá soðinn fisk í kvöldmatinn. Nýtum frekar það land sem við eigum enn óbyggt á svæðum þar sem mun skynsamlegra er að byggja! Við eigum enn bæði óbyggð svæði og þéttingarsvæði í Kópavogi sem hægt er að byggja á næstu ár. Til dæmis á Kársnesinu, við Orareitinn og Landsréttarreitinn, svo er það Fannborgin, Glaðheimar, Skógarlindin, Vatnsendahvarf og Vatnsendahlíð sem á eftir að skipuleggja og er til dæmis kjörið að setja fókus á íbúðir fyrir eldra fólk og samnýta innviðina sem eru þegar til staðar í Boðaþingi. Innan núverandi áætlana vantar ekki lóðir til uppbyggingar eins og bæjarstjórinn hefur fjálglega gefið í skyn í einskonar hræðsluáróðri til höfuðs lykilprinsippum í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru áætlaðar yfir 58 þúsund íbúðir innan núverandi vaxtarmarka sem jafngildir heimili fyrir um 148.000 nýja íbúa. Að byggja þar fyrst þjónar almannahag. Hvers vegna leggur bæjarstjórinn þá til að byggja við Gunnarshólma? Það verður hún sjálf að upplýsa betur um en við vitum að eigendur reitsins, sem hafa eflaust fengið hann á góðu verði sem beitiland, hafa mikinn hag undir því að þarna byggist íbúðarhúsnæði. En skipulag og þróun sveitarfélaga eiga ekki að vera á forsendum sérhagsmuna einstaka fjárfesta heldur á forsendum almennings byggt á greiningum og upplýstri ákvarðanatöku. Við kjörnir fulltrúar eigum að gæta almannahags fyrst og fremst. Sannleikurinn er sá að þessi hugmynd hefði ólíklega sprottið upp frá fagfólki innan stjórnsýslu Kópavogs enda ófagleg með eindæmum þar sem vikið er frá öllum langtímaprinsippum í skipulagi. Við vitum að það er eftirspurn eftir pólitík til lengri tíma en fjögurra ára í senn sem þjónar því sem best er að gera til lengri tíma, frekar en vinsældaþörf einstaka kjörinna fulltrúa sem langar til að keyra upp fylgið í skoðanakönnunum hverju sinni. Þetta er á skjön við bæði aðalskipulag Kópavogs, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og auðvitað vatnsverndina eins og áður sagði. Öll uppbygging á að vera innan vaxtarmarka og það er mikil áhersla á blandaða byggð, þar sem við höfum bæði ólíka aldursdreifingu og fjölbreytta þjóðfélagshópa innan sama hverfis. Það kemur bæði best út samfélagslega og svo nýtum við alla innviði betur. Þannig er það ódýrara og betra fyrir samfélagið. Við eigum að fókusa á að færa kynslóðirnar saman í meira mæli, ekki stía þeim í sundur. Raunverulegir lífsgæðakjarnar bjóða upp á fjölbreytt búsetuform fyrir eldra fólk, í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa, og aðgengi að fjölbreyttri þjónustu. Návígi við góðar almenningssamgöngur skiptir líka miklu máli. Við eigum að leggja áherslu á að byggja slíka kjarna í öllum hverfum. Og hvað finnst eldra fólki? Það er verðugt að nefna að þessi hugmynd hefur verið borin undir fulltrúa Landssambands eldri borgara og viðbrögð þeirra hafa verið varlega orðað ansi dræm en þeir sátu víst ,,forviða” af hryllingi undir kynningunni. Á viðburði um uppbyggingu lífsgæðakjarna í haust ræddu fulltrúar eldri borgara um hvað skipti máli við slíka uppbyggingu og þar kom fram viljinn til að búa sem næst börnum og barnabörnum, nálægt þjónustu, nálægt almenningssamgöngum og svo væri líka gaman að vera í návígi við hvort annað. Þetta þýðir félagsleg blöndun og að byggja fyrir eldra fólk inni í byggð frekar en að einangra það langt fyrir utan ystu þéttbýlismörk. Bæjarstjórn Kópavogs mun taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sínum næstkomandi þriðjudag, þann 13. febrúar. En slíka praktíska aðferðarfræði, eins og formlega samþykkt, lætur bæjarstjóri Kópavogs reyndar ekki þvælast fyrir sér enda hefur hún þegar “handsalað samstarfið” við fjárfestana eins og sést á mynd sem birtist með viðtali við bæjarstjóra í Kópavogspóstinum. Bæjarstjórn er þar með bara upp á punt í meðförum bæjarstjórans sem afhjúpar ekki bara ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu í þessu máli en líka þá ólýðræðislegu takta sem hafa í raun einkennt kjörtímabilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarmál Píratar Eldri borgarar Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, rekið kynningarherferð á tillögum fjárfesta um nýtt hverfi langt fyrir utan þéttbýlismörk með þeirri aðskilnaðarstefnu að þar eigi eingöngu að hýsa eldra fólk. Tillagan er kynnt undir því yfirskini að vera uppbygging á lífsgæðakjarna en um það bil allt við tillöguna er á skjön við þá hugmyndafræði. Við vitum það úr öldrunarfræðunum að það er eldra fólki, eins og öðru fólki, hollt og gott að vera í félagslega blönduðu umhverfi, nálægt yngri kynslóðum og nálægt góðum almenningssamgöngum, sem þjóna sérstaklega vel þeim sem geta ekki lengur ekið bíl. Frá Gunnarshólma, reitnum sem um ræðir, er um 2 klukkustunda gangur í næsta jaðar byggðar Kópavogs og engar almenningssamgöngur. Þessi hugmynd gengur því gegn allri betri vitneskju um hvað hlúi að andlegri og líkamlegri heilsu þessa hóps. Við vitum það líka að svæðið er utan vaxtarmarka svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, sem er sátt um að byggja ekki fyrir utan, og sem faglegar greiningar sýna að ekki sé æskilegt að færa út svo neinu nemi næstu árin. Reiturinn sem um ræðir er auk þess á viðkvæmu vatnsverndarsvæði þar sem ekki einu sinni er einfalt að fá að malbika svo mikið sem hjólastíga. Fyrir ekki svo löngu síðan þurfti meira að segja að leggja af stakan akveg á svæðinu. Áform um byggingu 5000 íbúða, með tilheyrandi íbúafjölda og öllum þeim innviðum sem fylgja, eru því vægast sagt vanhugsuð. Við þurfum vissulega að byggja bæði íbúðir fyrir eldra fólk og hjúkrunarrými. Það er óumdeilt og þörfin er brýn. Við eigum þó ekki að gera það með því að byggja einsleitt hverfi þar sem fólk 60 ára og eldri eru aðskilin frá restinni af samfélaginu. Fyrir utan það hvað staðsetningin felur í sér mikla einangrun þá snúast hugmyndir fjárfestanna og bæjarstjóra um byggingu búseturéttaríbúða eingöngu, enga fjölbreytni í búsetuformi með eignaríbúðum og leiguíbúðum í bland sem þjónar fjölbreyttum hópi. Í allri umfjöllun um lífsgæðakjarna er einmitt lögð áhersla á fjölbreytileika í íbúðaformi sem einskonar kjarna í hugmyndafræðinni, og jafnvel þá lágmarkskröfu stenst þessi tillaga ekki. Þar með er ekki um valfrelsi að ræða heldur í besta falli þvingað val, svona eins og að bjóða krökkum upp á val um að panta pizzu eða fá soðinn fisk í kvöldmatinn. Nýtum frekar það land sem við eigum enn óbyggt á svæðum þar sem mun skynsamlegra er að byggja! Við eigum enn bæði óbyggð svæði og þéttingarsvæði í Kópavogi sem hægt er að byggja á næstu ár. Til dæmis á Kársnesinu, við Orareitinn og Landsréttarreitinn, svo er það Fannborgin, Glaðheimar, Skógarlindin, Vatnsendahvarf og Vatnsendahlíð sem á eftir að skipuleggja og er til dæmis kjörið að setja fókus á íbúðir fyrir eldra fólk og samnýta innviðina sem eru þegar til staðar í Boðaþingi. Innan núverandi áætlana vantar ekki lóðir til uppbyggingar eins og bæjarstjórinn hefur fjálglega gefið í skyn í einskonar hræðsluáróðri til höfuðs lykilprinsippum í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru áætlaðar yfir 58 þúsund íbúðir innan núverandi vaxtarmarka sem jafngildir heimili fyrir um 148.000 nýja íbúa. Að byggja þar fyrst þjónar almannahag. Hvers vegna leggur bæjarstjórinn þá til að byggja við Gunnarshólma? Það verður hún sjálf að upplýsa betur um en við vitum að eigendur reitsins, sem hafa eflaust fengið hann á góðu verði sem beitiland, hafa mikinn hag undir því að þarna byggist íbúðarhúsnæði. En skipulag og þróun sveitarfélaga eiga ekki að vera á forsendum sérhagsmuna einstaka fjárfesta heldur á forsendum almennings byggt á greiningum og upplýstri ákvarðanatöku. Við kjörnir fulltrúar eigum að gæta almannahags fyrst og fremst. Sannleikurinn er sá að þessi hugmynd hefði ólíklega sprottið upp frá fagfólki innan stjórnsýslu Kópavogs enda ófagleg með eindæmum þar sem vikið er frá öllum langtímaprinsippum í skipulagi. Við vitum að það er eftirspurn eftir pólitík til lengri tíma en fjögurra ára í senn sem þjónar því sem best er að gera til lengri tíma, frekar en vinsældaþörf einstaka kjörinna fulltrúa sem langar til að keyra upp fylgið í skoðanakönnunum hverju sinni. Þetta er á skjön við bæði aðalskipulag Kópavogs, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og auðvitað vatnsverndina eins og áður sagði. Öll uppbygging á að vera innan vaxtarmarka og það er mikil áhersla á blandaða byggð, þar sem við höfum bæði ólíka aldursdreifingu og fjölbreytta þjóðfélagshópa innan sama hverfis. Það kemur bæði best út samfélagslega og svo nýtum við alla innviði betur. Þannig er það ódýrara og betra fyrir samfélagið. Við eigum að fókusa á að færa kynslóðirnar saman í meira mæli, ekki stía þeim í sundur. Raunverulegir lífsgæðakjarnar bjóða upp á fjölbreytt búsetuform fyrir eldra fólk, í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa, og aðgengi að fjölbreyttri þjónustu. Návígi við góðar almenningssamgöngur skiptir líka miklu máli. Við eigum að leggja áherslu á að byggja slíka kjarna í öllum hverfum. Og hvað finnst eldra fólki? Það er verðugt að nefna að þessi hugmynd hefur verið borin undir fulltrúa Landssambands eldri borgara og viðbrögð þeirra hafa verið varlega orðað ansi dræm en þeir sátu víst ,,forviða” af hryllingi undir kynningunni. Á viðburði um uppbyggingu lífsgæðakjarna í haust ræddu fulltrúar eldri borgara um hvað skipti máli við slíka uppbyggingu og þar kom fram viljinn til að búa sem næst börnum og barnabörnum, nálægt þjónustu, nálægt almenningssamgöngum og svo væri líka gaman að vera í návígi við hvort annað. Þetta þýðir félagsleg blöndun og að byggja fyrir eldra fólk inni í byggð frekar en að einangra það langt fyrir utan ystu þéttbýlismörk. Bæjarstjórn Kópavogs mun taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sínum næstkomandi þriðjudag, þann 13. febrúar. En slíka praktíska aðferðarfræði, eins og formlega samþykkt, lætur bæjarstjóri Kópavogs reyndar ekki þvælast fyrir sér enda hefur hún þegar “handsalað samstarfið” við fjárfestana eins og sést á mynd sem birtist með viðtali við bæjarstjóra í Kópavogspóstinum. Bæjarstjórn er þar með bara upp á punt í meðförum bæjarstjórans sem afhjúpar ekki bara ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu í þessu máli en líka þá ólýðræðislegu takta sem hafa í raun einkennt kjörtímabilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun