Opið bréf til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra Baldur Heiðar Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 07:31 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, vegna frystingar á fjárveitingum til UNRWA Sæll Bjarni. Nú er vika síðan Channel 4 greindi frá því að skjölin frá yfirvöldum í Ísrael, um að starfsfólk UNRWA hafi tekið þátt í árás Hamas þann 7. október, innihalda engar sannanir, ekki einu sinni vísbendingar, einungis ásakanir. Tólf starfsmenn af 13 þúsund voru ásakaðir í upphafi en þeim virðist reyndar eitthvað fara fækkandi samkvæmt fréttum. Engu að síður var öllum þessum 12 sagt umsvifalaust upp án nokkurrar rannsóknar. Það er erfitt að ímynda sér til hvers meira er hægt að ætlast af UNRWA en samt skrúfuðu mörg ríki fyrir fjárveitingar til stofnunarinnar, meðal annars Ísland. UNRWA virðist þurfa að sanna sakleysi starfsmanna sinna, en ísraelskum yfirvöldum nægir að skella fram órökstuddum ásökunum til að heimurinn sameinist um að refsa, ekki bara þessum 12 starfsmönnum, heldur sjálfum samtökunum, og þar með öllum íbúum Gasa. Öfugsnúin sönnunarbyrði og furðulegt meðalhóf það. Mig langar því að spyrja þig hvenær þú ætlar að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA. Ég spyr hvenær en ekki hvort því þú hlýtur að gera það. Ef þú ert sjálfur í einhverjum vafa um af hverju bið ég þig um að íhuga eftirfarandi. Í fyrsta lagi þá hræðilegu hungursneyð sem ríkir á Gasa. Fréttir berast nú af því að íbúar séu farnir að nota dýrafóður í bakstur og jafnvel bíta gras og drekka regnvatn úr pollum til að halda lífi örlítið lengur. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði líka (nánast einróma) í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, að Ísrael beri, meðal annarra aðgerða, að tryggja að neyðaraðstoð geti borist óhindrað inn á Gasa – til að afstýra þjóðarmorði. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Ísraels um að vísa málinu frá og tók þar með undir með Suður-Afríku að þjóðarmorð sé hugsanlega í uppsiglingu; ekki einungis með því að láta sprengjur rigna yfir svæðið heldur ekki síst með því að hindra það að íbúar fái lífsnauðsynjar á borð við lyf, mat og drykkjarvatn. Þetta eru því ekki bara einhverjar upphrópanir æstra leikmanna heldur mat einnar æðstu lagastofnunar heims. Ísraelsmenn hafa með virkum hætti reynt að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn á Gasa og ásetningurinn getur ekki vafist fyrir neinum. Réttur Ísraels til sjálfsvarnar felur þó ekki í sér réttinn til að svelta rúmlega tvær milljónir óbreyttra borgara til hægs og kvalarfulls dauða, en það mun enda með því ef starfsemi UNRWA lamast og IDF heldur uppteknum hætti. Það er engin spurning. Stofnunin spáir því að í mars muni hún ekki geta haldið áfram starfsemi sinni nema fjárveitingar berist einnig frá þeim löndum sem hafa afturkallað þær. Með því að frysta fjárveitingar til UNRWA hefur þú, fyrir hönd Íslands, með beinum hætti tekið þátt í því með Ísrael að hindra aðgang neyðaraðstoðar inn á Gasa, í trássi við dóm Alþjóðadómstólsins. Ég fæ ekki betur séð en að við Íslendingar séum þar með ef ekki beinlínis samsekir í þessu þjóðarmorði, þá í það minnsta sekir um hóprefsingu, sem er stríðsglæpur. Ég hélt ég ætti aldrei eftir að sjá ráðherra frá herlausu Íslandi fremja stríðsglæp með embættisverkum sínum. Þú hefur kvartað sáran undan því að vera atyrtur og meðal annars kallaður barnamorðingi. í ljósi svona aðgerða, að beinlínis hjálpa Ísraelum við að fremja þetta þjóðarmorð, þá er samt erfitt að vorkenna þér fyrir umtalið sem þú hlýtur. Ég vil þó trúa því að þetta sé vel meint yfirsjón hjá þér frekar en sú hreinræktaða illska sem þú hefur (vonandi af gáleysi) skipað okkur Íslendingum í lið með. Þú hefur val um að hverfa af þessari braut. Þessir hagsmunir, rúmlega tvær milljónir mannslífa, hljóta að teljast nægilega miklir til að velta sönnunarbyrðinni af UNRWA yfir á Ísraelsk yfirvöld. Genfarsáttmálarnir og þeir samningar sem af þeim leiða leggja þá skyldu á herðar alþjóðasamfélagsins að gera það sem hægt er til að hindra framgang þjóðarmorðs. Sú alþjóðastofnun sem framkvæmir þessa skyldu er UNRWA í tilfelli stríðsins á Gasa og þegar fjöldi ríkja skrúfa fyrir fjárveitingar til UNRWA er stofnuninni gert ómögulegt að rækja skyldur sínar samkvæmt sáttmálunum. Þegar einstök aðildarríki taka ákvarðanir sem lama stofnunina eru þau því að vinna gegn tilgangi Genfarsáttmálanna og þegar tvær milljónir mannslífa eru í húfi, þá hlýtur að þurfa fyrir því sterkari rök en sögusagnir um 12 einstaklinga af 13 þúsund. Þannig að ég ítreka spurninguna: hvenær ætlar þú að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA? Virðingarfyllst, Baldur. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, vegna frystingar á fjárveitingum til UNRWA Sæll Bjarni. Nú er vika síðan Channel 4 greindi frá því að skjölin frá yfirvöldum í Ísrael, um að starfsfólk UNRWA hafi tekið þátt í árás Hamas þann 7. október, innihalda engar sannanir, ekki einu sinni vísbendingar, einungis ásakanir. Tólf starfsmenn af 13 þúsund voru ásakaðir í upphafi en þeim virðist reyndar eitthvað fara fækkandi samkvæmt fréttum. Engu að síður var öllum þessum 12 sagt umsvifalaust upp án nokkurrar rannsóknar. Það er erfitt að ímynda sér til hvers meira er hægt að ætlast af UNRWA en samt skrúfuðu mörg ríki fyrir fjárveitingar til stofnunarinnar, meðal annars Ísland. UNRWA virðist þurfa að sanna sakleysi starfsmanna sinna, en ísraelskum yfirvöldum nægir að skella fram órökstuddum ásökunum til að heimurinn sameinist um að refsa, ekki bara þessum 12 starfsmönnum, heldur sjálfum samtökunum, og þar með öllum íbúum Gasa. Öfugsnúin sönnunarbyrði og furðulegt meðalhóf það. Mig langar því að spyrja þig hvenær þú ætlar að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA. Ég spyr hvenær en ekki hvort því þú hlýtur að gera það. Ef þú ert sjálfur í einhverjum vafa um af hverju bið ég þig um að íhuga eftirfarandi. Í fyrsta lagi þá hræðilegu hungursneyð sem ríkir á Gasa. Fréttir berast nú af því að íbúar séu farnir að nota dýrafóður í bakstur og jafnvel bíta gras og drekka regnvatn úr pollum til að halda lífi örlítið lengur. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði líka (nánast einróma) í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, að Ísrael beri, meðal annarra aðgerða, að tryggja að neyðaraðstoð geti borist óhindrað inn á Gasa – til að afstýra þjóðarmorði. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Ísraels um að vísa málinu frá og tók þar með undir með Suður-Afríku að þjóðarmorð sé hugsanlega í uppsiglingu; ekki einungis með því að láta sprengjur rigna yfir svæðið heldur ekki síst með því að hindra það að íbúar fái lífsnauðsynjar á borð við lyf, mat og drykkjarvatn. Þetta eru því ekki bara einhverjar upphrópanir æstra leikmanna heldur mat einnar æðstu lagastofnunar heims. Ísraelsmenn hafa með virkum hætti reynt að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn á Gasa og ásetningurinn getur ekki vafist fyrir neinum. Réttur Ísraels til sjálfsvarnar felur þó ekki í sér réttinn til að svelta rúmlega tvær milljónir óbreyttra borgara til hægs og kvalarfulls dauða, en það mun enda með því ef starfsemi UNRWA lamast og IDF heldur uppteknum hætti. Það er engin spurning. Stofnunin spáir því að í mars muni hún ekki geta haldið áfram starfsemi sinni nema fjárveitingar berist einnig frá þeim löndum sem hafa afturkallað þær. Með því að frysta fjárveitingar til UNRWA hefur þú, fyrir hönd Íslands, með beinum hætti tekið þátt í því með Ísrael að hindra aðgang neyðaraðstoðar inn á Gasa, í trássi við dóm Alþjóðadómstólsins. Ég fæ ekki betur séð en að við Íslendingar séum þar með ef ekki beinlínis samsekir í þessu þjóðarmorði, þá í það minnsta sekir um hóprefsingu, sem er stríðsglæpur. Ég hélt ég ætti aldrei eftir að sjá ráðherra frá herlausu Íslandi fremja stríðsglæp með embættisverkum sínum. Þú hefur kvartað sáran undan því að vera atyrtur og meðal annars kallaður barnamorðingi. í ljósi svona aðgerða, að beinlínis hjálpa Ísraelum við að fremja þetta þjóðarmorð, þá er samt erfitt að vorkenna þér fyrir umtalið sem þú hlýtur. Ég vil þó trúa því að þetta sé vel meint yfirsjón hjá þér frekar en sú hreinræktaða illska sem þú hefur (vonandi af gáleysi) skipað okkur Íslendingum í lið með. Þú hefur val um að hverfa af þessari braut. Þessir hagsmunir, rúmlega tvær milljónir mannslífa, hljóta að teljast nægilega miklir til að velta sönnunarbyrðinni af UNRWA yfir á Ísraelsk yfirvöld. Genfarsáttmálarnir og þeir samningar sem af þeim leiða leggja þá skyldu á herðar alþjóðasamfélagsins að gera það sem hægt er til að hindra framgang þjóðarmorðs. Sú alþjóðastofnun sem framkvæmir þessa skyldu er UNRWA í tilfelli stríðsins á Gasa og þegar fjöldi ríkja skrúfa fyrir fjárveitingar til UNRWA er stofnuninni gert ómögulegt að rækja skyldur sínar samkvæmt sáttmálunum. Þegar einstök aðildarríki taka ákvarðanir sem lama stofnunina eru þau því að vinna gegn tilgangi Genfarsáttmálanna og þegar tvær milljónir mannslífa eru í húfi, þá hlýtur að þurfa fyrir því sterkari rök en sögusagnir um 12 einstaklinga af 13 þúsund. Þannig að ég ítreka spurninguna: hvenær ætlar þú að afturkalla þá ákvörðun þína að frysta fjárveitingar til UNRWA? Virðingarfyllst, Baldur. Höfundur er sálfræðingur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun