Hver er hugur íslensku þjóðkirkjunnar til þjóðarmorðs? Alda Lóa Leifsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:01 Árið 1985 þegar Desmond Tutu var biskup í Jóhannesarborg var útgefin yfirlýsing af hópi guðfræðinga með aðsetur í bænum Soweto í Suður Afríku. Yfirlýsingin eða skjalið nefnist Kairos Document og hafði gífurleg áhrif á afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku. Í skjalinu er nefndar þrenns konar guðfræðistefnur 1) Ríkis Guðfræði, 2) Kirkju Guðfræði og 3) hin Spámannlega Kairos Guðfræði. Ríkis Guðfræði veitti aðskilnaðarstefnu ríkjandi stétta í Suður Afriku lögmæti, Kirkju Guðfræðinni tókst hinsvegar ekki að horfast í augu við aðskilnaðarstefnuna en þá kom Kairos guðfræðin til sem einkenndist af skýrri afstöðu sinni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og ívilnandi viðhorfi til fátækra og jaðarsettra. Þessi lykileinkenni Kairos Guðfræðinnar eru oft nefnd Spámannleg Guðfræði og rakin til spámanna biblíunnar sem fordæmdu kúgun og óréttlæti. Úr einkasafni Ef við víkjum að stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Átök hafa verið í Palestínu allavega frá 1948. En það var árið 2009 eftir þriggja vikna vopnuð átök að kristnir palestínumenn settust niður og sömdu Kairos Palestine að fyrirmynd suður afríska Kairos Document. Átökin á milli palestínumanna og ísraelska varnarliðsins (IDF) á Gaza-svæðinu sem enduðu 18. janúar 2009 leiddu til dauða 1.300 palestínumanna og 13 Ísraela. Í Kairos Palestine skjalinu óskuðu höfundar eftir endalokum hernáms ísraela í Palestínu og réttlátum málalyktum. Kairos Palestine var ákall til heimsins um lausn á því ástandi sem hafði ríkt meir og minna frá 1948 eða frá þeim degi sem ísraelsmenn tóku sér land „í nafni Guðs“ í Palestínu með stuðningi vestrænna þjóða. Í Kairos Palestine má lesa að hernámið sé „synd gegn Guði“ og að öll guðfræði sem þolir hernámið geti varla talin kristin „vegna þess að sönn kristin guðfræði er guðfræði kærleika og samstöðu með kúguðum, ákalli um réttlæti og jafnrétti meðal þjóða. Kairos Palestine skjalið er áskorun till allra þjóða að þrýsta á Ísrael að bera virðingu fyrir alþjóðalögum og binda enda á kúgun þeirra. Frá 7. október síðastliðnum eru liðnir rúmlega 120 dagar, 27.000 manns og þar af 11.500 börn hafa verið drepin og ennþá hefur ekkert heyrst frá fulltrúum íslensku kirkjunnar um þetta skelfilega þjóðarmorð líkt og hún hefur sýnt hug sinn og breitt út faðminn og boðið stríðshrjáða velkomna í sitt skjól. Hugur íslensku kirkjunnar til drápanna í Gaza er því íslenskum almenningi óljós. Í tilefni af Gaza Stríðinu árið 2014 þegar 2000 manns, nær eingöngu palestinumenn voru drepnir birtist grein á Kirkjan.is eftir Þorbjörn Hlyn Árnason. Greinin var ákall um lausn á Palestínu deilunni í friði og kærleika. Níu árum síðar hefur engu verið bætt á kirkjuvefinn um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs annað en að nafn þjóðkirkjunnar er flýtur með á lista meðal annarra trúar- og friðarsamtaka sem óska eftir frið. Engin yfirlýsing engin fordæming frá Biskup þegar þjóðarmorð á sér stað á okkar tímum í beinni útsendingu og þar sem fleiri en 100 saklaus börn eru drepin á degi hverjum. Slík þögn íslensku kirkjunnar vekur óhjákvæmilega óþægilega tilfinningu sem erfitt er að horfa framhjá. Stuðningur í spámannlegum kristnum skilningi í anda Kairos Palestine er hins vegar starfræktur á Íslandi af almenningi, bæði mótmæli, skrif og neyðarsafnanir einstaklinga og einstaka hjálparsamtaka. Á vef Hjálparstofnun kirkjunnar er hægt að lesa að Alþjóðlegt hjálparstarf kirkja hafi sent frá sér alþjóðlega beiðni um aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. Hin íslenska Hjálparstofnun kirkjunnar bregst við með því að senda út valgreiðslu þar sem hluti söfnunarinnar fer til fátæks fólks á Íslandi og annað fer til Palestinu. Hugsanlega starfrækir íslenska kirkjan hljóðláta Kirkjulega Guðfræði á einhverju sviði svo lágstemmt að til hennar heyrist aðeins sem valgreiðsla í netbankanum. Hinsvegar bendir íþyngjandi þögn kirkjunnar helst til samþykki hennar við valdið og þá við utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem fjármagnar stríð ísraela á hendur palestínufólki. Íslensk kirkja rekur semsagt annað hvort eða hvorttveggja Ríkis Guðfræði eða Kirkju Guðfræði en allavega ekki Spámanns Guðfræði. Fyrir dyrum standa biskups kosningar. Að velja fulltrúa fyrir stofnun sem ætti að beita sér fyrir börnum í neyð hvaðan sem þau koma. Við eigum engan Desmond Tutu og kannski frekt að kalla eftir því en við getum átt hann til fyrirmyndar og krafist þess að verðandi biskup hafi styrk, þor og vilja til þess að berjast fyrir þeim sem hallar á og sinni Spámannlegri köllun sinni. Ef íslensk kirkja vill eiga erindi þá þarf hún að eflast, sýna kærleika og réttlæti í orði og verki og þora að takast á við stjórnmálaleg öfl. Sem framtíðar djákni skora ég á verðandi biskup að sýna spámannlega tilburði og tjá hug sinn til þjóðarmorðsins í Gaza og setja hlustir við Vonarópið í Kairos Palestine 2009: „Orð okkar er vonaróp, með kærleika, bæn og trú á Guð. Við beinum því fyrst og fremst til okkar sjálfra og síðan allra kirkna og kristinna manna í heiminum, biðjum þá um að standa gegn óréttlæti og aðskilnaðarstefnu, og hvetja þá til að vinna að réttlátum friði.“ Höfundur er djáknanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1985 þegar Desmond Tutu var biskup í Jóhannesarborg var útgefin yfirlýsing af hópi guðfræðinga með aðsetur í bænum Soweto í Suður Afríku. Yfirlýsingin eða skjalið nefnist Kairos Document og hafði gífurleg áhrif á afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku. Í skjalinu er nefndar þrenns konar guðfræðistefnur 1) Ríkis Guðfræði, 2) Kirkju Guðfræði og 3) hin Spámannlega Kairos Guðfræði. Ríkis Guðfræði veitti aðskilnaðarstefnu ríkjandi stétta í Suður Afriku lögmæti, Kirkju Guðfræðinni tókst hinsvegar ekki að horfast í augu við aðskilnaðarstefnuna en þá kom Kairos guðfræðin til sem einkenndist af skýrri afstöðu sinni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og ívilnandi viðhorfi til fátækra og jaðarsettra. Þessi lykileinkenni Kairos Guðfræðinnar eru oft nefnd Spámannleg Guðfræði og rakin til spámanna biblíunnar sem fordæmdu kúgun og óréttlæti. Úr einkasafni Ef við víkjum að stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Átök hafa verið í Palestínu allavega frá 1948. En það var árið 2009 eftir þriggja vikna vopnuð átök að kristnir palestínumenn settust niður og sömdu Kairos Palestine að fyrirmynd suður afríska Kairos Document. Átökin á milli palestínumanna og ísraelska varnarliðsins (IDF) á Gaza-svæðinu sem enduðu 18. janúar 2009 leiddu til dauða 1.300 palestínumanna og 13 Ísraela. Í Kairos Palestine skjalinu óskuðu höfundar eftir endalokum hernáms ísraela í Palestínu og réttlátum málalyktum. Kairos Palestine var ákall til heimsins um lausn á því ástandi sem hafði ríkt meir og minna frá 1948 eða frá þeim degi sem ísraelsmenn tóku sér land „í nafni Guðs“ í Palestínu með stuðningi vestrænna þjóða. Í Kairos Palestine má lesa að hernámið sé „synd gegn Guði“ og að öll guðfræði sem þolir hernámið geti varla talin kristin „vegna þess að sönn kristin guðfræði er guðfræði kærleika og samstöðu með kúguðum, ákalli um réttlæti og jafnrétti meðal þjóða. Kairos Palestine skjalið er áskorun till allra þjóða að þrýsta á Ísrael að bera virðingu fyrir alþjóðalögum og binda enda á kúgun þeirra. Frá 7. október síðastliðnum eru liðnir rúmlega 120 dagar, 27.000 manns og þar af 11.500 börn hafa verið drepin og ennþá hefur ekkert heyrst frá fulltrúum íslensku kirkjunnar um þetta skelfilega þjóðarmorð líkt og hún hefur sýnt hug sinn og breitt út faðminn og boðið stríðshrjáða velkomna í sitt skjól. Hugur íslensku kirkjunnar til drápanna í Gaza er því íslenskum almenningi óljós. Í tilefni af Gaza Stríðinu árið 2014 þegar 2000 manns, nær eingöngu palestinumenn voru drepnir birtist grein á Kirkjan.is eftir Þorbjörn Hlyn Árnason. Greinin var ákall um lausn á Palestínu deilunni í friði og kærleika. Níu árum síðar hefur engu verið bætt á kirkjuvefinn um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs annað en að nafn þjóðkirkjunnar er flýtur með á lista meðal annarra trúar- og friðarsamtaka sem óska eftir frið. Engin yfirlýsing engin fordæming frá Biskup þegar þjóðarmorð á sér stað á okkar tímum í beinni útsendingu og þar sem fleiri en 100 saklaus börn eru drepin á degi hverjum. Slík þögn íslensku kirkjunnar vekur óhjákvæmilega óþægilega tilfinningu sem erfitt er að horfa framhjá. Stuðningur í spámannlegum kristnum skilningi í anda Kairos Palestine er hins vegar starfræktur á Íslandi af almenningi, bæði mótmæli, skrif og neyðarsafnanir einstaklinga og einstaka hjálparsamtaka. Á vef Hjálparstofnun kirkjunnar er hægt að lesa að Alþjóðlegt hjálparstarf kirkja hafi sent frá sér alþjóðlega beiðni um aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda vegna átakanna. Hin íslenska Hjálparstofnun kirkjunnar bregst við með því að senda út valgreiðslu þar sem hluti söfnunarinnar fer til fátæks fólks á Íslandi og annað fer til Palestinu. Hugsanlega starfrækir íslenska kirkjan hljóðláta Kirkjulega Guðfræði á einhverju sviði svo lágstemmt að til hennar heyrist aðeins sem valgreiðsla í netbankanum. Hinsvegar bendir íþyngjandi þögn kirkjunnar helst til samþykki hennar við valdið og þá við utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem fjármagnar stríð ísraela á hendur palestínufólki. Íslensk kirkja rekur semsagt annað hvort eða hvorttveggja Ríkis Guðfræði eða Kirkju Guðfræði en allavega ekki Spámanns Guðfræði. Fyrir dyrum standa biskups kosningar. Að velja fulltrúa fyrir stofnun sem ætti að beita sér fyrir börnum í neyð hvaðan sem þau koma. Við eigum engan Desmond Tutu og kannski frekt að kalla eftir því en við getum átt hann til fyrirmyndar og krafist þess að verðandi biskup hafi styrk, þor og vilja til þess að berjast fyrir þeim sem hallar á og sinni Spámannlegri köllun sinni. Ef íslensk kirkja vill eiga erindi þá þarf hún að eflast, sýna kærleika og réttlæti í orði og verki og þora að takast á við stjórnmálaleg öfl. Sem framtíðar djákni skora ég á verðandi biskup að sýna spámannlega tilburði og tjá hug sinn til þjóðarmorðsins í Gaza og setja hlustir við Vonarópið í Kairos Palestine 2009: „Orð okkar er vonaróp, með kærleika, bæn og trú á Guð. Við beinum því fyrst og fremst til okkar sjálfra og síðan allra kirkna og kristinna manna í heiminum, biðjum þá um að standa gegn óréttlæti og aðskilnaðarstefnu, og hvetja þá til að vinna að réttlátum friði.“ Höfundur er djáknanemi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun