Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 09:06 Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 200 þúsund skotfæri á ári. AP/Philipp Schulze Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00