Alls horfðu að meðaltali 123,4 milljónir manns á leikinn sem Kansas City liðið vann eftir æsispennandi framlengingu.
#SuperBowl LVIII sets ratings record with a staggering 123.4 million viewers, TV s biggest audience since the moon landing - #CNN #NFL https://t.co/YgLFkd4kjm
— Jim Buff (@jimbuff) February 13, 2024
Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1969, þegar maðurinn steig á tunglið í fyrsta skiptið, til að finna meira áhorf í bandarísku sjónvarpið. Talið er að um 125 til 150 milljónir hafi horft á tunglgönguna fyrir 55 árum.
Áhorfið á leikinn í fyrrinótt var sjö prósentum meira en áhorfið á Super Bowl leikinn í fyrra þegar Kansas City vann sigur á Philadelphia Eagles. Þá horfðu 115,1 milljón manns á leikinn. Það var gamla metið fyrir Super Bowl leik.
Leikurinn var sýndur beint í sjónvarpi í Bandaríkjunum á nokkrum stöðum eins og á CBS sjónvarpsstöðinni sem og í sérstakri barnaútsendingu á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni.
Meðaláhorfið á útsendingu CBS, aðalútsendinguna frá leiknum, voru 120 milljónir manns.
Nielsen mældi það enn fremur að alls horfðu 202,4 milljónir manna á hluta af leiknum sem var tíu prósent meira en í fyrra.
Aðkoma Taylor Swift á auðvitað mikinn þátt í auknum áhuga en leikurinn var líka æsispennandi allan tímann og endaði í framlengingu. Þetta var líka lengsti Super Bowl leikur sögunnar.
CBS Sports' presentation of Super Bowl LVIII is the most-watched telecast in history with a total audience delivery of 123.4 million average viewers across platforms.
— CBS Sports PR (@CBSSportsGang) February 13, 2024
Link to Release: https://t.co/DHc9XPBwSn pic.twitter.com/GR3w2hbBwn