Mesta áhorfið síðan að Neil Armstrong gekk um á tunglinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 09:01 Taylor Swift kyssir kærasta sinn og innherja Super Bowl meistara Kansas City Chiefs, Travis Kelce, í leiklok í Las Vegas. AP/John Locher Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers setti nýtt áhorfsmet. Aldrei áður hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á útsendingu frá íþróttaefni í sjónvarpi. Alls horfðu að meðaltali 123,4 milljónir manns á leikinn sem Kansas City liðið vann eftir æsispennandi framlengingu. #SuperBowl LVIII sets ratings record with a staggering 123.4 million viewers, TV s biggest audience since the moon landing - #CNN #NFL https://t.co/YgLFkd4kjm— Jim Buff (@jimbuff) February 13, 2024 Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1969, þegar maðurinn steig á tunglið í fyrsta skiptið, til að finna meira áhorf í bandarísku sjónvarpið. Talið er að um 125 til 150 milljónir hafi horft á tunglgönguna fyrir 55 árum. Áhorfið á leikinn í fyrrinótt var sjö prósentum meira en áhorfið á Super Bowl leikinn í fyrra þegar Kansas City vann sigur á Philadelphia Eagles. Þá horfðu 115,1 milljón manns á leikinn. Það var gamla metið fyrir Super Bowl leik. Leikurinn var sýndur beint í sjónvarpi í Bandaríkjunum á nokkrum stöðum eins og á CBS sjónvarpsstöðinni sem og í sérstakri barnaútsendingu á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Meðaláhorfið á útsendingu CBS, aðalútsendinguna frá leiknum, voru 120 milljónir manns. Nielsen mældi það enn fremur að alls horfðu 202,4 milljónir manna á hluta af leiknum sem var tíu prósent meira en í fyrra. Aðkoma Taylor Swift á auðvitað mikinn þátt í auknum áhuga en leikurinn var líka æsispennandi allan tímann og endaði í framlengingu. Þetta var líka lengsti Super Bowl leikur sögunnar. CBS Sports' presentation of Super Bowl LVIII is the most-watched telecast in history with a total audience delivery of 123.4 million average viewers across platforms.Link to Release: https://t.co/DHc9XPBwSn pic.twitter.com/GR3w2hbBwn— CBS Sports PR (@CBSSportsGang) February 13, 2024 NFL Ofurskálin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Alls horfðu að meðaltali 123,4 milljónir manns á leikinn sem Kansas City liðið vann eftir æsispennandi framlengingu. #SuperBowl LVIII sets ratings record with a staggering 123.4 million viewers, TV s biggest audience since the moon landing - #CNN #NFL https://t.co/YgLFkd4kjm— Jim Buff (@jimbuff) February 13, 2024 Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1969, þegar maðurinn steig á tunglið í fyrsta skiptið, til að finna meira áhorf í bandarísku sjónvarpið. Talið er að um 125 til 150 milljónir hafi horft á tunglgönguna fyrir 55 árum. Áhorfið á leikinn í fyrrinótt var sjö prósentum meira en áhorfið á Super Bowl leikinn í fyrra þegar Kansas City vann sigur á Philadelphia Eagles. Þá horfðu 115,1 milljón manns á leikinn. Það var gamla metið fyrir Super Bowl leik. Leikurinn var sýndur beint í sjónvarpi í Bandaríkjunum á nokkrum stöðum eins og á CBS sjónvarpsstöðinni sem og í sérstakri barnaútsendingu á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Meðaláhorfið á útsendingu CBS, aðalútsendinguna frá leiknum, voru 120 milljónir manns. Nielsen mældi það enn fremur að alls horfðu 202,4 milljónir manna á hluta af leiknum sem var tíu prósent meira en í fyrra. Aðkoma Taylor Swift á auðvitað mikinn þátt í auknum áhuga en leikurinn var líka æsispennandi allan tímann og endaði í framlengingu. Þetta var líka lengsti Super Bowl leikur sögunnar. CBS Sports' presentation of Super Bowl LVIII is the most-watched telecast in history with a total audience delivery of 123.4 million average viewers across platforms.Link to Release: https://t.co/DHc9XPBwSn pic.twitter.com/GR3w2hbBwn— CBS Sports PR (@CBSSportsGang) February 13, 2024
NFL Ofurskálin Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira