„Segir okkur að þeir eru ekkert að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 21:32 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar árið 2019. Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Eins og fram hefur komið hefur lögreglu borist tvö nafnlaus bréf vegna málsins. Hefur lögregla leitað að Jóni í almenningsgarði skammt frá þar sem hann sást síðast í febrúar 2019. „Þetta er stór og mikil leit á ákveðnu svæði. Hundar, kafarar, búnaður og sérfræðingar erlendis frá sem koma að henni líka. Þannig að þetta er auðvitað bara risastórt,“ segir Davíð. Þau segjast bæði merkja viðhorfsbreytingu hjá írsku lögreglunni. Það sýni sig ekki síst í stórum blaðamannafundi sem haldinn var um rannsókn málsins. „Þeir eru einlægir og vilja vinna þetta. Það að þeir hafa gert þennan blaðamannafund svona stóran, það segir okkur að þeir eru ekkert að bulla,“ segir Anna. Systkinin segja fleiri hafa áhuga á málinu nú en áður. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Skildi blómvönd eftir handa Jóni Þá er Önnu fylgt eftir í Kastljósi þar sem hún leggur blómvönd fyrir utan Bonnington hótelið þar sem Jón gisti eina nótt. Hugmyndin kviknaði þegar hún sá blómvendi aðstandenda drengs sem var myrtur á hótelinu. „Þetta snertir mig svo mikið því það er bréf á hverjum einasta blómvendi, frá systkinum, börnum og foreldrum. Þau eru búin að ganga í gegnum svipað og við, nema þau fundu drenginn sinn og gátu jarðað hann, þannig að ég ákvað að setja bara blóm fyrir Jón líka. Frá okkur öllum. Ég hringdi í mömmu og hún valdi vöndinn.“ Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Eins og fram hefur komið hefur lögreglu borist tvö nafnlaus bréf vegna málsins. Hefur lögregla leitað að Jóni í almenningsgarði skammt frá þar sem hann sást síðast í febrúar 2019. „Þetta er stór og mikil leit á ákveðnu svæði. Hundar, kafarar, búnaður og sérfræðingar erlendis frá sem koma að henni líka. Þannig að þetta er auðvitað bara risastórt,“ segir Davíð. Þau segjast bæði merkja viðhorfsbreytingu hjá írsku lögreglunni. Það sýni sig ekki síst í stórum blaðamannafundi sem haldinn var um rannsókn málsins. „Þeir eru einlægir og vilja vinna þetta. Það að þeir hafa gert þennan blaðamannafund svona stóran, það segir okkur að þeir eru ekkert að bulla,“ segir Anna. Systkinin segja fleiri hafa áhuga á málinu nú en áður. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Skildi blómvönd eftir handa Jóni Þá er Önnu fylgt eftir í Kastljósi þar sem hún leggur blómvönd fyrir utan Bonnington hótelið þar sem Jón gisti eina nótt. Hugmyndin kviknaði þegar hún sá blómvendi aðstandenda drengs sem var myrtur á hótelinu. „Þetta snertir mig svo mikið því það er bréf á hverjum einasta blómvendi, frá systkinum, börnum og foreldrum. Þau eru búin að ganga í gegnum svipað og við, nema þau fundu drenginn sinn og gátu jarðað hann, þannig að ég ákvað að setja bara blóm fyrir Jón líka. Frá okkur öllum. Ég hringdi í mömmu og hún valdi vöndinn.“
Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11