Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 12:52 Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði. Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07
Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56
Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55