„Niðurlæging“ fyrir íslenska ríkið að sjálfboðaliðar sjái um vinnuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 00:20 Sema Erla Serdar er ein fimm sjálfboðaliða í Kaíró. Vísir/Vilhelm Sérsveit Ísraelshers réðst inn í Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis á Gasa síðdegis. Sjúkrahúsið er eitt fárra sem enn er starfhæft og heldur fjöldi flóttafólks til á því. Hópur Íslendinga mun aðstoða tólf manns yfir landamærin á næstu dögum. Mikil ringulreið skapaðist á Nasser sjúkrahúsinu eftir að sérsveit Ísraelshers réðst þar inn í dag. Á myndefni af sjúkrahúsinu sést að gangar þess voru rykmettaðir og brak á gólfum. Yfirlýst markmið hersins var að sækja lík ísraelskra fanga Hamas-samtakanna, sem ísraels yfirvöld segja að hafi verið haldið föngum á sjúkrahúsinu. Bæði Hamas og starfsmenn spítalans hafa hafnað því að gíslum hafi verið haldið þar. Læknar segja að skotið hafi verið á þá í árásinni. Minnst einn sjúklingur hafi verið drepinn og líf annarra í mikilli hættu. Hópur íslenskra sjálfboðaliða, sem nú vinnur að því að aðstoða Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, er staddur í Kaíró og mun á næstu dögum aðstoða 12 yfir landamærin eins og greint var frá fyrr í dag. Átakanlegar aðstæður Einn sjálfboðaliðanna segir mjög erfitt að fylgjast með því sem gengur á hinum megin landamæranna. „Við erum að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Örvæntingin er mjög mikil hjá fólkinu þar og fjölskyldumeðlimum þeirra sem hafa fengið samþykkta þessa fjölskyldusameiningu en fá ekki fjölskylduna sína út af Gasa. Við erum í kappi við tímann og aðstæðurnar hér í Kaíró eru líka mjög erfiðar,“ segir Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris. „Þær eru átakanlegar. Þetta er mjög erfitt og sorglegt allt, þó þetta sé ekki jafn flókið og íslensk yfirvöld vilja meina. Það er mikil örvænting í loftinu og við erum ekki ein hér í þessum erindagjörðum. Þetta er allt átakanlegt, fyrst og fremst.“ Hún segir sjálfboðaliðana vilja halda áfram sínum störfum þar til allir Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi, hafa verið sóttir. Það gerist í hollum og mikil vinna að baki hverjum hópi sem tekst að koma heim. „Það er mjög breiður hópur fólks sem stendur á bak við þetta verkefni og við erum hér fyrst og fremst vegna þess að almenningur hefur stutt þá söfnun sem var sett af stað til þess að við gætum reynt að sækja fólkið okkar og koma þeim af Gasa. Svo lengi sem við getum munum við halda áfram.“ Hafa ekki náð í utanríkisráðuneytið Sema gagnrýnir jafnframt að íslensk stjórnvöld hafi ekki svarað kalli hópsins um samtal við erindreka utanríkisráðuneytisins sem eru úti í Kaíró. „Við höfum verið að vinna hér með þjónustuaðilum og fulltrúum, sem hjálpa okkur að koma fólki á þennan lista og yfir landamærin. Það má alveg gera ráð fyrir því að það taki nokkra daga fyrir þau svo að komast yfir. Við munum halda þessu verki áfram eins lengi og þörf er á en ítrekum að hér erum við að vinna skylduverk íslenskra stjórnvalda og ég vil lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að við höfum ekki komist í neitt samband við utanríkisráðuneytið eða fulltrúa þeirra hér í Kaíró, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess,“ segir Sema. Hópurinn vilji samræma aðgerðir sínar við það sem utanríkisráðuneytið er að gera. Þá séu aðgerðirnar ekki jafn flóknar og stjórnvöld vilji meina. „Þá er það þrátt fyrir að við séum að vinna eftir mun erfiðari leiðum en íslensk stjórnvöld. Þau munu til dæmis ekki þurfa að greiða þessar sömu upphæðir og við þurfum að greiða ef þau myndu fara strax í þetta verkefni, sem þau eiga að vera löngu búin að klára. Það er þeim til háborinnar skammar að við séum hér að vinna þeirra vinnu með þessum hætti og í raun algjör niðurlæging fyrir íslensk stjórnvöld,“ segir Sema. „Ég á varla til orð til að lýsa vonbrigðunum og reiðinni vegna þess að við erum að horfa upp á aðstæður og erum hér í aðstæðum, sem maður gat ekki ímyndað sér að vera í. Þetta er til marks um algjört áhuga- og getuleysi íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínufólks. Óboðlegar aðstæður Undanfarna daga hefur verið mótmælt hérlendis vegna handtöku og brottvísunar palestínskrar fjölskyldu til Grikklands. Sema segir með ólíkindum að þetta sé gert á sama tíma og þjóðarmorð er framið í Palestínu. „Íslensk stjórnvöld eru ítrekað að brottvísa Palestínufólki frá Íslandi og aftur á flótta. Ég veit það eru líka einstaklingar frá Palestínu, sem eru í hópi þeirra sem eru í dag flóttafólk án hvers konar þjónustu og stuðnings og búa í raun við heimilisleysi á Íslandi,“ segir Sema. „Þetta eru aðstæður sem eru ekki boðlegar fyrir nokkurn á flótta, eða aðra. Það er siðferðislega rangt og algjörlega fráleitt að framkoma íslenskra stjórnvalda sé með þessum hætti við fólk sem er nýbúið að flýja undan þjóðarmorði eða á fjölskyldu sem er í hættu á að láta lífið vegna yfirstandandi þjóðarmorðs.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Utanríkismál Egyptaland Tengdar fréttir Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. 14. febrúar 2024 06:54 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist á Nasser sjúkrahúsinu eftir að sérsveit Ísraelshers réðst þar inn í dag. Á myndefni af sjúkrahúsinu sést að gangar þess voru rykmettaðir og brak á gólfum. Yfirlýst markmið hersins var að sækja lík ísraelskra fanga Hamas-samtakanna, sem ísraels yfirvöld segja að hafi verið haldið föngum á sjúkrahúsinu. Bæði Hamas og starfsmenn spítalans hafa hafnað því að gíslum hafi verið haldið þar. Læknar segja að skotið hafi verið á þá í árásinni. Minnst einn sjúklingur hafi verið drepinn og líf annarra í mikilli hættu. Hópur íslenskra sjálfboðaliða, sem nú vinnur að því að aðstoða Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, er staddur í Kaíró og mun á næstu dögum aðstoða 12 yfir landamærin eins og greint var frá fyrr í dag. Átakanlegar aðstæður Einn sjálfboðaliðanna segir mjög erfitt að fylgjast með því sem gengur á hinum megin landamæranna. „Við erum að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Örvæntingin er mjög mikil hjá fólkinu þar og fjölskyldumeðlimum þeirra sem hafa fengið samþykkta þessa fjölskyldusameiningu en fá ekki fjölskylduna sína út af Gasa. Við erum í kappi við tímann og aðstæðurnar hér í Kaíró eru líka mjög erfiðar,“ segir Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris. „Þær eru átakanlegar. Þetta er mjög erfitt og sorglegt allt, þó þetta sé ekki jafn flókið og íslensk yfirvöld vilja meina. Það er mikil örvænting í loftinu og við erum ekki ein hér í þessum erindagjörðum. Þetta er allt átakanlegt, fyrst og fremst.“ Hún segir sjálfboðaliðana vilja halda áfram sínum störfum þar til allir Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi, hafa verið sóttir. Það gerist í hollum og mikil vinna að baki hverjum hópi sem tekst að koma heim. „Það er mjög breiður hópur fólks sem stendur á bak við þetta verkefni og við erum hér fyrst og fremst vegna þess að almenningur hefur stutt þá söfnun sem var sett af stað til þess að við gætum reynt að sækja fólkið okkar og koma þeim af Gasa. Svo lengi sem við getum munum við halda áfram.“ Hafa ekki náð í utanríkisráðuneytið Sema gagnrýnir jafnframt að íslensk stjórnvöld hafi ekki svarað kalli hópsins um samtal við erindreka utanríkisráðuneytisins sem eru úti í Kaíró. „Við höfum verið að vinna hér með þjónustuaðilum og fulltrúum, sem hjálpa okkur að koma fólki á þennan lista og yfir landamærin. Það má alveg gera ráð fyrir því að það taki nokkra daga fyrir þau svo að komast yfir. Við munum halda þessu verki áfram eins lengi og þörf er á en ítrekum að hér erum við að vinna skylduverk íslenskra stjórnvalda og ég vil lýsa yfir miklum vonbrigðum með það að við höfum ekki komist í neitt samband við utanríkisráðuneytið eða fulltrúa þeirra hér í Kaíró, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess,“ segir Sema. Hópurinn vilji samræma aðgerðir sínar við það sem utanríkisráðuneytið er að gera. Þá séu aðgerðirnar ekki jafn flóknar og stjórnvöld vilji meina. „Þá er það þrátt fyrir að við séum að vinna eftir mun erfiðari leiðum en íslensk stjórnvöld. Þau munu til dæmis ekki þurfa að greiða þessar sömu upphæðir og við þurfum að greiða ef þau myndu fara strax í þetta verkefni, sem þau eiga að vera löngu búin að klára. Það er þeim til háborinnar skammar að við séum hér að vinna þeirra vinnu með þessum hætti og í raun algjör niðurlæging fyrir íslensk stjórnvöld,“ segir Sema. „Ég á varla til orð til að lýsa vonbrigðunum og reiðinni vegna þess að við erum að horfa upp á aðstæður og erum hér í aðstæðum, sem maður gat ekki ímyndað sér að vera í. Þetta er til marks um algjört áhuga- og getuleysi íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínufólks. Óboðlegar aðstæður Undanfarna daga hefur verið mótmælt hérlendis vegna handtöku og brottvísunar palestínskrar fjölskyldu til Grikklands. Sema segir með ólíkindum að þetta sé gert á sama tíma og þjóðarmorð er framið í Palestínu. „Íslensk stjórnvöld eru ítrekað að brottvísa Palestínufólki frá Íslandi og aftur á flótta. Ég veit það eru líka einstaklingar frá Palestínu, sem eru í hópi þeirra sem eru í dag flóttafólk án hvers konar þjónustu og stuðnings og búa í raun við heimilisleysi á Íslandi,“ segir Sema. „Þetta eru aðstæður sem eru ekki boðlegar fyrir nokkurn á flótta, eða aðra. Það er siðferðislega rangt og algjörlega fráleitt að framkoma íslenskra stjórnvalda sé með þessum hætti við fólk sem er nýbúið að flýja undan þjóðarmorði eða á fjölskyldu sem er í hættu á að láta lífið vegna yfirstandandi þjóðarmorðs.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Utanríkismál Egyptaland Tengdar fréttir Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. 14. febrúar 2024 06:54 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36
Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. 14. febrúar 2024 06:54
Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34