Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 14:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. „Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira