Ferðasaga úr Svartsengi Sveinn Gauti Einarsson skrifar 16. febrúar 2024 14:31 Í gær var tilkynnt að heimilt væri aftur að fara í Svartsengi. Hafði vegurinn verið lokaður umferð í töluverðan tíma vegna eldsumbrotanna á svæðinu. Íbúar í Grindavík höfðu áður óskað eftir að nota þessa leið inn í bæinn en það var ekki talið öruggt þar sem vegurinn var illa sprunginn og þoldi ekki mikla umferð. En nú þurfti Bláa lónið að nota veginn og lenskan í þessum málum er að ef Bláa lónið vill gera eitthvað þá verður það sjálfkrafa hættuminna. Ég ákvað í morgunsárið að nýta tækifærið og dreif mig í bíltúr á svæðið. Þar sem hraun rann yfirNorðurljósaveg austanverðan þarf að koma að svæðinu eftir Nesvegi úr vestri. Rétt utan viðbæinn er lokunarpóstur. Eigi fólk ekki lögheimili í Grindavík þarf að greiða fyrir að nota veginn austan við lokunarpóstinn. Vegtollurinn er ansi hár. Ódýrasti miðinn sem ég fann á vefsvæði Bláa lónsins kostaði 14.900 kr. Mikilvægt er að kaupa miða þar sem svæðið er hættulegt öðrum en þeim sem vilja baða sig. Eftir vegtollinn liggur leiðin meðfram Grindavík og blasti þar nýja hraunið við. Á þeim vegarkafla þarf þó að hafa augun á veginum þar sem fjöldinn allur af sprungum liggur þvert yfir veginn. Þegar þarna er komið við sögu þá gefur gasmælirinn minn til kynna hækkuð gildi á SO2. Ég kippti mér ekki mikið upp við það, enda stendur skýrt í hættumati Veðurstofunnar að ekki sé hætta á gasmengun á þessu svæði. Ég ákvað samt að benda ferðamönnunum sem stoppað höfðu í vegkantinum til að ná draumamyndinni af Grindavík á að það væri líklega ekki æskilegt að dvelja í menguninni mikið lengur. Eftir það gekk ferðin á áfangastað, bílastæði Bláa lónsins, áfallalaust fyrir sig. Á bílastæðinu var fjöldinn allur af fólki. Mest spenntir ferðamenn ýmist að koma upp úr eða fara ofan í lónið. Við bílastæðið er varnargarðurinn frægi, sem verja á orkuverið í Svartsengi. Ég ákveð úr því veðrið var svona gott að ráðast í göngu upp á garðinn. Ofan af garðinum var gott útsýni. Þar mátti sjá fjöldan allan af ferðamönnum að skoða ummerki eftir jarðhræringarnar. Hópur af fólki var að taka myndir af sér þar sem þau stóðu ofan á hrauninu sem rann í síðustu viku og aðrir höfðu fundið dustarfæran akveg á ýtuslóðann sem lagður hefur verið yfir sama hraun. Eflaust hafa þau ætlað að stytta sér leið enda nóg af ævintýrum sem bíða þeirra. Ég hélt aftur á móti sömu leið til baka og komst aftur heim áfallalaust. Það sjá allir fáránleikann í þessari ferðasögu. Hvernig er hægt að réttlæta það að hið opinbera haldi vegi opnum eingöngu fyrir einkafyrirtæki? Annað hvort er svæðið það hættulegt að það sé rétt að halda því lokuðu eða það þarf að hleypa umferð á fyrir alla, ekki bara þá sem hafa efni á því að borga 15.000 kr á haus fyrir ferðalagið. Íbúar í Grindavík þurfa að bíða eftir sínum úthlutaða tíma og dvelja stutt til að geta sótt búslóðina sína svo þau geti hafið nýtt líf á nýjum stað. Á sama tíma fá ferðamennirnir frítt spil til að dvelja eins lengi og þeim sýnist á hættusvæðinu. Til að fara í Bláa lónið þarf að fara í gegnum sigdalinn og yfir kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Á leiðinni þar sem mest var um sprungur var fólk farið úr bílum sínum og hafði labbað upp á hæð til að ná sem bestum myndum. Þetta fólk vissi ekkert um sprungurnar sem var undir þeim. Þau höfðu ekkert erindi á þetta svæði. Ef jörðin hefði gefið sig undir fótum þeirra þá væri það slys yfirvöldum að kenna. Það eru nefnilega yfirvöld sem hleypa ferðafólkinu inn á hættusvæðið án þess að fræða þau um hætturnar. Ég er viss um það að dagurinn í dag fer mikið í eltingaleik við ferðamenn. Fólk var komið út um allt svæði og töluverð vinna hjá viðbragðsaðilum að smala öllum saman aftur. Tími viðbragsaðila er dýrmætur. Hann væri betur nýttur í að tryggja að íbúar Grindavíkur nái að tæma húsin sín áður en gýs að nýju og að hjálpa eins og hægt er til að heitt vatn fari ekki aftur af Reykjanesi. Það sjá það allir að opnun Bláa lónsins á þessum tímapunkti er fáránleg. Stjórnvöld þurfa að fara að standa í lappirnar og hætta að lúffa fyrir klíkunni í Bláa lóninu. Setjum öryggið í forgang og bendum fólki á að ekki sé fyllilega öruggt að baða sig á þessu svæði eins og er en á Íslandi sé til nóg af öruggum baðstöðum! Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var tilkynnt að heimilt væri aftur að fara í Svartsengi. Hafði vegurinn verið lokaður umferð í töluverðan tíma vegna eldsumbrotanna á svæðinu. Íbúar í Grindavík höfðu áður óskað eftir að nota þessa leið inn í bæinn en það var ekki talið öruggt þar sem vegurinn var illa sprunginn og þoldi ekki mikla umferð. En nú þurfti Bláa lónið að nota veginn og lenskan í þessum málum er að ef Bláa lónið vill gera eitthvað þá verður það sjálfkrafa hættuminna. Ég ákvað í morgunsárið að nýta tækifærið og dreif mig í bíltúr á svæðið. Þar sem hraun rann yfirNorðurljósaveg austanverðan þarf að koma að svæðinu eftir Nesvegi úr vestri. Rétt utan viðbæinn er lokunarpóstur. Eigi fólk ekki lögheimili í Grindavík þarf að greiða fyrir að nota veginn austan við lokunarpóstinn. Vegtollurinn er ansi hár. Ódýrasti miðinn sem ég fann á vefsvæði Bláa lónsins kostaði 14.900 kr. Mikilvægt er að kaupa miða þar sem svæðið er hættulegt öðrum en þeim sem vilja baða sig. Eftir vegtollinn liggur leiðin meðfram Grindavík og blasti þar nýja hraunið við. Á þeim vegarkafla þarf þó að hafa augun á veginum þar sem fjöldinn allur af sprungum liggur þvert yfir veginn. Þegar þarna er komið við sögu þá gefur gasmælirinn minn til kynna hækkuð gildi á SO2. Ég kippti mér ekki mikið upp við það, enda stendur skýrt í hættumati Veðurstofunnar að ekki sé hætta á gasmengun á þessu svæði. Ég ákvað samt að benda ferðamönnunum sem stoppað höfðu í vegkantinum til að ná draumamyndinni af Grindavík á að það væri líklega ekki æskilegt að dvelja í menguninni mikið lengur. Eftir það gekk ferðin á áfangastað, bílastæði Bláa lónsins, áfallalaust fyrir sig. Á bílastæðinu var fjöldinn allur af fólki. Mest spenntir ferðamenn ýmist að koma upp úr eða fara ofan í lónið. Við bílastæðið er varnargarðurinn frægi, sem verja á orkuverið í Svartsengi. Ég ákveð úr því veðrið var svona gott að ráðast í göngu upp á garðinn. Ofan af garðinum var gott útsýni. Þar mátti sjá fjöldan allan af ferðamönnum að skoða ummerki eftir jarðhræringarnar. Hópur af fólki var að taka myndir af sér þar sem þau stóðu ofan á hrauninu sem rann í síðustu viku og aðrir höfðu fundið dustarfæran akveg á ýtuslóðann sem lagður hefur verið yfir sama hraun. Eflaust hafa þau ætlað að stytta sér leið enda nóg af ævintýrum sem bíða þeirra. Ég hélt aftur á móti sömu leið til baka og komst aftur heim áfallalaust. Það sjá allir fáránleikann í þessari ferðasögu. Hvernig er hægt að réttlæta það að hið opinbera haldi vegi opnum eingöngu fyrir einkafyrirtæki? Annað hvort er svæðið það hættulegt að það sé rétt að halda því lokuðu eða það þarf að hleypa umferð á fyrir alla, ekki bara þá sem hafa efni á því að borga 15.000 kr á haus fyrir ferðalagið. Íbúar í Grindavík þurfa að bíða eftir sínum úthlutaða tíma og dvelja stutt til að geta sótt búslóðina sína svo þau geti hafið nýtt líf á nýjum stað. Á sama tíma fá ferðamennirnir frítt spil til að dvelja eins lengi og þeim sýnist á hættusvæðinu. Til að fara í Bláa lónið þarf að fara í gegnum sigdalinn og yfir kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Á leiðinni þar sem mest var um sprungur var fólk farið úr bílum sínum og hafði labbað upp á hæð til að ná sem bestum myndum. Þetta fólk vissi ekkert um sprungurnar sem var undir þeim. Þau höfðu ekkert erindi á þetta svæði. Ef jörðin hefði gefið sig undir fótum þeirra þá væri það slys yfirvöldum að kenna. Það eru nefnilega yfirvöld sem hleypa ferðafólkinu inn á hættusvæðið án þess að fræða þau um hætturnar. Ég er viss um það að dagurinn í dag fer mikið í eltingaleik við ferðamenn. Fólk var komið út um allt svæði og töluverð vinna hjá viðbragðsaðilum að smala öllum saman aftur. Tími viðbragsaðila er dýrmætur. Hann væri betur nýttur í að tryggja að íbúar Grindavíkur nái að tæma húsin sín áður en gýs að nýju og að hjálpa eins og hægt er til að heitt vatn fari ekki aftur af Reykjanesi. Það sjá það allir að opnun Bláa lónsins á þessum tímapunkti er fáránleg. Stjórnvöld þurfa að fara að standa í lappirnar og hætta að lúffa fyrir klíkunni í Bláa lóninu. Setjum öryggið í forgang og bendum fólki á að ekki sé fyllilega öruggt að baða sig á þessu svæði eins og er en á Íslandi sé til nóg af öruggum baðstöðum! Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar