Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2024 16:00 Júlía Navalní, eiginkona Alexei, ávarpaði öryggisráðstefnuna í Munich i dag. AP/Kai Pfaffenbach Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024 Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira
Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira