Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 13:18 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldur fúlgur fjár vegna dómsmála. AP/Rebecca Blackwell Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. Trump var í gær sektaður um 355 milljónir dali vegna fjársvika og honum meinað að stjórna fyrirtæki sínu í New York næstu þrjú árin. Hann hafði áður verið sakfelldur í málinu fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Trump var í lok janúar gert að greiða E. Jean Carroll, 83,3 milljónir dala fyrir ærumeiðingar og var það í kjölfar þess að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Trump ætti að greiða Carroll fimm milljónir, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Meira en hundrað ár eru síðan afi Trumps keypti fyrstu landareignina sína í New York. Síðan þá hefur fjölskyldan rekið fasteignafyrirtæki í borginni. Takist áfrýjun Trumps ekki gæti það breyst. Í frétt Washington Post segir að svo virðist sem enginn sé við stjórn fyrirtækisins um þessar mundir. Það hefur ekki forstjóra eða framkvæmdastjóra og engan fjármálastjóra. Fyrirtækið mun á næstu árum starfa undir eftirliti óháðra aðila sem skipaðir verða af dómstólnum og eiga að tryggja að farið verði að lögum innan veggja Trump Organization. Sérfræðingar segja í samtali við blaðamenn WP að útlit sé fyrir að sektirnar og takmarkanirnar sem settar hafa verið á fyrirtækið muni gera rekstur þess erfiðan. Trump gæti mögulega þurft að selja fasteignir eða aðrar eignir. 75 milljarðar króna Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar skuldar Trump um það bil 542 milljónir dali, séu vextir reiknaðir með. Það samsvarar um 75 milljörðum króna. en til viðbótar skuldar Trump 110 þúsund dali fyrir að verða ekki við stefnu og fimmtán þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarbindindi sem dómari setti á hann. Hann skuldar þar að auki tæpa milljón dala í sekt gegn honum og lögmanni hans, sem dómari sagði honum að greiða vegna lögsóknar gegn Hillary Clinton. Dómarinn kallaði þá lögsókn galgopalega og sektaði Trump. Þeim úrskurði hefur Trump áfrýjað. Samkvæmt Bloomberg er Trump metinn á 3,1 milljarða dala og er hann sagður eiga um sex hundruð milljónir sem hann geti notað í fljótu bragði. Hann gæti þurft að selja eigur sínar. Trump hefur einnig heitið því að áfrýja stóru málunum tveimur og gæti það ferli tekið marga mánuði eða mögulega nokkur ár. Eins og fram kemur í grein AP er ekki óalgengt að svo háar sektir eins og Trump hefur verið beittur, séu lækkaðar í áfrýjunarferlum. Trump hefur þegar sett fimm milljónir dala vegna greiðslu til E. Jean Carroll á reikning sem dómstóll stjórnar, auk hálfrar milljónar í vexti. Hún mun ekki fá aðgang að þeim peningum fyrr en áfrýjunarferlinu líkur. Hann mun líklega þurfa að gera það sama með 83,3 milljónirnar á næstunni. Varðandi stóru sektina nýlegu hefur ekki verið ákveðið hvernig Trump á að greiða sektina og hve stóran hluta af henni hann þarf að greiða á meðan að áfrýjunarferlið klárast. Hann gæti mögulega þurft að borga alla upphæðina, 355 milljónir dala auk vaxta, strax í sumar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Trump var í gær sektaður um 355 milljónir dali vegna fjársvika og honum meinað að stjórna fyrirtæki sínu í New York næstu þrjú árin. Hann hafði áður verið sakfelldur í málinu fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Trump var í lok janúar gert að greiða E. Jean Carroll, 83,3 milljónir dala fyrir ærumeiðingar og var það í kjölfar þess að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Trump ætti að greiða Carroll fimm milljónir, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Meira en hundrað ár eru síðan afi Trumps keypti fyrstu landareignina sína í New York. Síðan þá hefur fjölskyldan rekið fasteignafyrirtæki í borginni. Takist áfrýjun Trumps ekki gæti það breyst. Í frétt Washington Post segir að svo virðist sem enginn sé við stjórn fyrirtækisins um þessar mundir. Það hefur ekki forstjóra eða framkvæmdastjóra og engan fjármálastjóra. Fyrirtækið mun á næstu árum starfa undir eftirliti óháðra aðila sem skipaðir verða af dómstólnum og eiga að tryggja að farið verði að lögum innan veggja Trump Organization. Sérfræðingar segja í samtali við blaðamenn WP að útlit sé fyrir að sektirnar og takmarkanirnar sem settar hafa verið á fyrirtækið muni gera rekstur þess erfiðan. Trump gæti mögulega þurft að selja fasteignir eða aðrar eignir. 75 milljarðar króna Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar skuldar Trump um það bil 542 milljónir dali, séu vextir reiknaðir með. Það samsvarar um 75 milljörðum króna. en til viðbótar skuldar Trump 110 þúsund dali fyrir að verða ekki við stefnu og fimmtán þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarbindindi sem dómari setti á hann. Hann skuldar þar að auki tæpa milljón dala í sekt gegn honum og lögmanni hans, sem dómari sagði honum að greiða vegna lögsóknar gegn Hillary Clinton. Dómarinn kallaði þá lögsókn galgopalega og sektaði Trump. Þeim úrskurði hefur Trump áfrýjað. Samkvæmt Bloomberg er Trump metinn á 3,1 milljarða dala og er hann sagður eiga um sex hundruð milljónir sem hann geti notað í fljótu bragði. Hann gæti þurft að selja eigur sínar. Trump hefur einnig heitið því að áfrýja stóru málunum tveimur og gæti það ferli tekið marga mánuði eða mögulega nokkur ár. Eins og fram kemur í grein AP er ekki óalgengt að svo háar sektir eins og Trump hefur verið beittur, séu lækkaðar í áfrýjunarferlum. Trump hefur þegar sett fimm milljónir dala vegna greiðslu til E. Jean Carroll á reikning sem dómstóll stjórnar, auk hálfrar milljónar í vexti. Hún mun ekki fá aðgang að þeim peningum fyrr en áfrýjunarferlinu líkur. Hann mun líklega þurfa að gera það sama með 83,3 milljónirnar á næstunni. Varðandi stóru sektina nýlegu hefur ekki verið ákveðið hvernig Trump á að greiða sektina og hve stóran hluta af henni hann þarf að greiða á meðan að áfrýjunarferlið klárast. Hann gæti mögulega þurft að borga alla upphæðina, 355 milljónir dala auk vaxta, strax í sumar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46
Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36
Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. 14. febrúar 2024 14:13