Tróð yfir Shaq til að tryggja sigur í troðslukeppninni Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 09:30 Mac McClung varði titil sinn í troðslukeppninni. Vísir/Getty Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er í fullum gangi en sjálfur stjörnuleikurinn er í kvöld. Í nótt fór troðslukeppnin fram og þar voru sýnd alvöru tilþrif. Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er fastur liður vestanhafs og vanalega mikið um dýrðir. Á föstudagskvöldið létu NFL-leikmenn, kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn ljós sitt skína í stjörnuleik frægra og einnig létu ungar körfuboltastjörnur til sín taka. Margir biðu hins vegar spenntir eftir troðslukeppninni í nótt. Troðslukeppnin hefur farið fram í NBA-deildinni síðan árið 1976 og hafa stjörnur eins og Michael Jordan, Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter borið sigur úr býtum í kepninni. Meet the #ATTSlamDunk participants!Can't wait to see them throwing DOWN on this court #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/OGlmHy0Hpe— NBA (@NBA) February 18, 2024 Fjórir tóku þátt í kepnninni í ár. Jaylen Brown úr Boston Celtics, Jaime Jaquez frá liði Miami Heat og þeir Jacob Toppin og Mac McClung sem báðir leika með liðum í G-deildinni sem er oft kölluð þróunardeild NBA. Mc Clung var ríkjandi meistari eftir góðan sigur á síðasta ári. Fyrstu tvær troðslur Jaylen Brown voru til heiðurs Terrance Clark, 19 ára drengs sem lést í bílslysi þremur mánuðum fyrir nýliðavalið 2021. Clark var fæddur í Boston og tróð Brown íkæddur treyju háskólaliðsins sem Clark lék með og með nafn hans á bakinu. Jaylen Brown opens the #ATTSlamDunk final round with a tribute to Terrence Clarke #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/hzEYsWb1AO— NBA (@NBA) February 18, 2024 Brown náði öðru sæti keppninnar en þeir Jaquez og Toppin féllu úr leik í fyrstu umferð. Það var hins vegar McClung sem varði titil sinn og varð þar með fyrsti leikmaðurinn síðan Zach LaVine vann 2015 og 2016. McClung tryggði sér sigurinn í keppninni með því að troða yfir engan annan en Shaquille O´Neal en troðsluna má sjá hér fyrir neðan. MAC WENT REVERSE OVER SHAQ https://t.co/13bfmfVUlg pic.twitter.com/bKnOIV9nN1— NBA (@NBA) February 18, 2024 NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er fastur liður vestanhafs og vanalega mikið um dýrðir. Á föstudagskvöldið létu NFL-leikmenn, kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn ljós sitt skína í stjörnuleik frægra og einnig létu ungar körfuboltastjörnur til sín taka. Margir biðu hins vegar spenntir eftir troðslukeppninni í nótt. Troðslukeppnin hefur farið fram í NBA-deildinni síðan árið 1976 og hafa stjörnur eins og Michael Jordan, Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter borið sigur úr býtum í kepninni. Meet the #ATTSlamDunk participants!Can't wait to see them throwing DOWN on this court #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/OGlmHy0Hpe— NBA (@NBA) February 18, 2024 Fjórir tóku þátt í kepnninni í ár. Jaylen Brown úr Boston Celtics, Jaime Jaquez frá liði Miami Heat og þeir Jacob Toppin og Mac McClung sem báðir leika með liðum í G-deildinni sem er oft kölluð þróunardeild NBA. Mc Clung var ríkjandi meistari eftir góðan sigur á síðasta ári. Fyrstu tvær troðslur Jaylen Brown voru til heiðurs Terrance Clark, 19 ára drengs sem lést í bílslysi þremur mánuðum fyrir nýliðavalið 2021. Clark var fæddur í Boston og tróð Brown íkæddur treyju háskólaliðsins sem Clark lék með og með nafn hans á bakinu. Jaylen Brown opens the #ATTSlamDunk final round with a tribute to Terrence Clarke #ATTSlamDunk x #StateFarmSaturday on TNT pic.twitter.com/hzEYsWb1AO— NBA (@NBA) February 18, 2024 Brown náði öðru sæti keppninnar en þeir Jaquez og Toppin féllu úr leik í fyrstu umferð. Það var hins vegar McClung sem varði titil sinn og varð þar með fyrsti leikmaðurinn síðan Zach LaVine vann 2015 og 2016. McClung tryggði sér sigurinn í keppninni með því að troða yfir engan annan en Shaquille O´Neal en troðsluna má sjá hér fyrir neðan. MAC WENT REVERSE OVER SHAQ https://t.co/13bfmfVUlg pic.twitter.com/bKnOIV9nN1— NBA (@NBA) February 18, 2024
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira