„Þeirra er skömmin“ - „Það verður eftir því tekið hvernig atkvæði falla hér í dag“ Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. febrúar 2024 11:31 Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun