„Þeirra er skömmin“ - „Það verður eftir því tekið hvernig atkvæði falla hér í dag“ Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. febrúar 2024 11:31 Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun