„Þeirra er skömmin“ - „Það verður eftir því tekið hvernig atkvæði falla hér í dag“ Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. febrúar 2024 11:31 Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Sjá meira
Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun