Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 20:55 Maðurinn hafði matvöru og vítamín að andvirði 2015 þúsund króna með sér út úr Krónunni í Skeifunni. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum. Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 14. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot. Fjögur brotanna hafi verið framin í verslunum Krónunnar, þar af eitt þar sem hann hafi stolið matvörum og vítamínum að andvirði 215 þúsund króna. Þá hafi hann stolið úr fjölda verslana í miðbæ Reykjavíkur, mest vörum að andvirði 95 þúsund króna í GK Reykjavík. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og málið verið tekið til dóms án frekar sönnunarfærslu vegna þess og brot mannsins talin sönnuð. Þá segir að maðurinn eigi nokkurn sakarferil að baki. Hann hafi sjö sinnum hlotið refsidóma vegna auðgunarbrota, þar af sex sinnum fyrir þjófnað. Nú síðast hafi honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi með dómi árið 2022 en þá hafi eftirstöðvar reynslulausnar vegna eldri dóms frá árinu 2021 verið dæmdar upp. Brot hans samkvæmt þremur ákæruliðum hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota. Refsing hans hafi verið með hliðsjón af sakarefni, dómvenju og ákvæði almennra hegningarlaga um brotasamsteypu ákveðin sex mánaða fangelsisvist. Með vísan til sakarferils hafi ekki verið talið unnt að skilorðsbinda refsinguna. Þá var fallist á einkaréttarkröfur Krónunnar upp á ríflega 300 þúsund krónur og kröfu ÁTVR upp á 8.138 krónur vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum.
Dómsmál Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira