18 mánuðir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 20. febrúar 2024 10:31 Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Fæðingarorlof Leikskólar Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun