18 mánuðir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 20. febrúar 2024 10:31 Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Fæðingarorlof Leikskólar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun