Nýr kór þingmanna ætlar að troða upp eftir tvær vikur Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2024 15:52 Jakob Frímann Magnússon er kórstjóri hins nýstofnaða Alþingismannakórs. Frumraun kórsins verður í þingmannaveislu 8. mars. vísir/vilhelm Mikil leynd hvílir yfir starfsemi nýstofnaðs Alþingismannakórs en Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins, er kórstjóri. Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“ Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“
Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira