Lá við slysi æfingavélar og farþegavélar sem stefndu á sömu flugbraut Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2024 12:11 Atvikið sem málið varðar átti sér stað við Keflavíkurflugvöll. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Litlu munaði að flugslys yrði við Keflavíkurflugvöll þann 22. ágúst 2020 þegar æfingaflugvél og farþegaflugvél voru í lokalegg aðflugs að sömu flugbraut á sama tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni. Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en þar er málið flokkað sem alvarlegt atvik í flugsamgöngum. Um hafi verið að ræða atvik þar sem lá við slysi. Samkvæmt gögnum málsins var fjarlægð milli vélanna minnst 225 fet, eða tæplega sjötíu metrar, lóðrétt og 0,59 sjómílur, eða rúmur kílómetri, lárétt. Þegar lárétta vegalengdin var sem minnst þá var hálfur kílómetri á milli vélanna, en 600 fet lóðrétt sem jafngildir rúmlega 180 metrum. Fram kemur að vélarnar hafi þó báðar lent með öruggum hætti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að atvikið sem málið varðar átti sér stað. Sáu hina vélina skyndilega á ratsjánni Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er forsaga atviksins rakin. Flugmenn æfingaflugvélarinnar, nemandi og leiðbeinandi, höfðu beðið um leyfi til að lenda og flugturn Keflavíkurflugvallar móttekið það og beðið um að þeir myndu skýra frá stöðu sinni þegar vél þeirra færi yfir Patterson, örnefni sem vísar til Patterson-flugvallar bandaríska hersins frá seinni heimsstyrjöldinni, sem er skammt frá Keflavíkurflugvelli. Æfingavélin, sem var af gerðinni Diamond DA-20, fór hins vegar yfir Patterson án þess að flugmennirnir gerðu flugturninum viðvart. Þeir stefndu að flugbraut 1, en í sömu andrá var farþegaflugvél, af gerðinni Airbus A320, að fljúga að sömu braut. Fram kemur að farþegaflugvélin hafi fengið leyfi til að lenda á flugbrautinni þegar vélin var sjö sjómílum frá henni, en það var fimm og hálfri mínútu eftir síðustu skilaboðin við æfingaflugvélina bárust. Þegar fjórar sjómílur voru að flugbrautinni tók áhöfn farþegaflugvélarinnar eftir æfingavélinni á ratsjá sinni. Eftir að áhöfnin sá æfingavélina heyrði hún talstöðvarskilaboð frá henni um að hún væri komin á lokalegg aðflugs síns að flugbrautinni. Þá ákvað áhöfn farþegavélarinnar að hætta við lendingu og fékk í kjölfarið viðvörun úr öryggiskerfi sínu. Skýringarmynd úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar má meðal annars sjá Patterson-svæðið.RNSA Fram kemur að á ákveðnum tímapunkti hafi leiðbeinandi æfingavélarinnar áttað sig á aðstæðunum og tekið yfir stjórn vélarinnar sem og talstöðvasamskipti og flogið vélinni í átt að Höfnum, samkvæmt fyrirmælum úr flugturninum. Einn fylgdist með mörgum rásum Í niðurstöðukafla skýrslunnar er farið yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis svo þessi staða hafi myndast. Þar er bæði minnst á að flugmenn æfingavélarinnar hafi ekki greint frá stöðu sinni þegar þeir voru yfir Patterson, þá hafi þeir ekki heyrt í samskiptum farþegaflugvélarinnar og flugturnsins. Einnig kemur fram að einn einstaklingur í flugturninum hafi verið að fylgjast með mörgum tíðnum í talstöðvasamskiptum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur meðal annars til í skýrslu sinni að tekið verði til skoðunar að sameina talstöðvatíðnir tímabundið þegar einn einstaklingur að fylgjast með fleiri en einni.
Fréttir af flugi Samgönguslys Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira