Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 14:51 Donald Trump og Joe Biden munu væntanlega mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. Biden á mun meira í kosningasjóðum sínum og Trump ver fúlgum fjár í lögfræðikostnað. Það mun mögulega koma niður á kosningabaráttu hans. AP Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09
Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18
Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42