Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 16:28 Landsbankinn leyfir Grindvíkingum að halda föstum vöxtum í nýju húsi. VÍSIR/VILHELM Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að flytja lán sem hvíla á heimilum í Grindavík yfir á nýja fasteign, það er að segja, veðflutningar eru ekki heimilaðir. Geta haldið föstu vöxtunum Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að sé viðskiptavinur með íbúðalán hjá Landsbankanum vegna heimilis í Grindavík og hafi fest vextina á láninu til þriggja eða fimm ára, þá fái hann sömu vaxtakjör á jafnháu nýju íbúðaláni til kaupa á nýrri fasteign sé lánshlutfall (veðhlutfall) sambærilegt og á fyrri fasteign. Vaxtakjörin haldist óbreytt þann tíma sem eftir er af fastvaxtatímabilinu en síðan losni vextirnir, í samræmi við upphaflega lánaskilmála. Í samtali við Vísi segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrú Landsbankans, að um þriðjungur grindvískra lántaka hjá bankanum sé með fasta vexti á húsnæðislánum. Koma til móts við næstum því fyrstu kaupendur Í tilkynningunni segir jafnframt að Landsbankinn hafi ákveðið að Grindvíkingar, sem höfðu keypt sér sína fyrstu íbúð í bænum á tveggja ára tímabilinu áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember 2023, fái felld niður lántökugjöld vegna nýrra íbúðalána líkt og um fyrstu kaup væri að ræða. Ungur fasteignareigandi í Grindavík sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Grindvíkingar í hans stöðu töpuðu margir hverjir öllu sínu eigin fé og kæmu út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins. Þá vekur bankinn athygli á því að allir sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík geti fengið íbúðalán fyrir allt að 85 prósent af kaupverði íbúðar, líkt og gildir um fyrstu kaupendur. Hámark greiðslubyrðar megi vera allt að 40 prósent af ráðstöfunartekjum, í samræmi við yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að flytja lán sem hvíla á heimilum í Grindavík yfir á nýja fasteign, það er að segja, veðflutningar eru ekki heimilaðir. Geta haldið föstu vöxtunum Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að sé viðskiptavinur með íbúðalán hjá Landsbankanum vegna heimilis í Grindavík og hafi fest vextina á láninu til þriggja eða fimm ára, þá fái hann sömu vaxtakjör á jafnháu nýju íbúðaláni til kaupa á nýrri fasteign sé lánshlutfall (veðhlutfall) sambærilegt og á fyrri fasteign. Vaxtakjörin haldist óbreytt þann tíma sem eftir er af fastvaxtatímabilinu en síðan losni vextirnir, í samræmi við upphaflega lánaskilmála. Í samtali við Vísi segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrú Landsbankans, að um þriðjungur grindvískra lántaka hjá bankanum sé með fasta vexti á húsnæðislánum. Koma til móts við næstum því fyrstu kaupendur Í tilkynningunni segir jafnframt að Landsbankinn hafi ákveðið að Grindvíkingar, sem höfðu keypt sér sína fyrstu íbúð í bænum á tveggja ára tímabilinu áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember 2023, fái felld niður lántökugjöld vegna nýrra íbúðalána líkt og um fyrstu kaup væri að ræða. Ungur fasteignareigandi í Grindavík sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Grindvíkingar í hans stöðu töpuðu margir hverjir öllu sínu eigin fé og kæmu út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins. Þá vekur bankinn athygli á því að allir sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík geti fengið íbúðalán fyrir allt að 85 prósent af kaupverði íbúðar, líkt og gildir um fyrstu kaupendur. Hámark greiðslubyrðar megi vera allt að 40 prósent af ráðstöfunartekjum, í samræmi við yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira