Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 76-75 | Ofboðslega grátleg niðurstaða í Tyrklandi Árni Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2024 15:27 Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið stóð sig eins og hetjur í Istanbúl fyrr í dag. Ísland var yfir með einu stigi þegar 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum en Tarik Biberovic skoraði með lokaskoti leiksins og tryggði heimamönnum sigur. Grátlegt var það en Íslendingar geta gengið stoltir frá borði. Það má segja að varnarleikur íslenska liðsins hafi verið til algjörar fyrirmyndar lungan úr leiknum en á löngum köflum fylgdi sóknarleikurinn ekki eftir. Hinsvegar þá komu góðir kaflar þar sem Ísland komst í forystu eða þá náði að draga Tyrkina alla leiðina að sér þegar Tyrkir virtust ætla að keyra fram úr liðinu. Fyrsti leikhlutinn var í járnum eftir að Tyrkland komst yfir fjórum stigum yfir í byrjun hans. Leikhlutinn endaði jafn 16-16 og leiddu Tryggvi og Martin leiddu vagninn fyrir okkar menn. Annar leikhluti hafði svipaða sögu að segja. Tyrkland komst yfir með sex stigum um miðbik leikhlutans, 30-24, en aftur náðu Íslendingar að komast nálægt því að jafna en Tyrkir náðu að bæta örlítið við forskot sitt til að fara með fimm stiga forskot í stöðunni 35-30 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Þriggja stiga hittni liðanna var ekki góð í hálfleik, og í raun og veru ekki allan leikinn, en Ísland geigaði úr nokkrum galopnum skotum sem hefðu getað talið til tekna hjá gestunum frá Íslandi. Martin Hermannsson var stigahæstur okkar manna og Tryggvi Hlinason var framlagshæstur enda raðandi í tölfræðidálkana. Áhyggjur voru af því að orkan myndi fara þverrandi en mikið mæddi á okkar aðalmönnum. Seinni hálfleikur byrjaði ekki byrlega fyrir Ísland en þegar fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta leiddu heimamenn með 11 stigum. Sóknarleikur íslenska liðsins var ekki að ganga og þeir höfðu misst dampinn varnarlega. Leikhlé var tekið af Íslandi á þeim tímapunkti og við það batnaði varnarleikurinn mikið hjá okkar mönnum. Því miður kom sóknarleikurinn ekki strax en þar sem Tyrki voru ekki heldur að ná að hlaða körfum niður þá var enn séns. Ísland náði að draga Tyrkina nær sér við leikhluta skipti var munurinn sjö stig. Tyrkland náði að halda okkar mönnum 2-3 körfum frá sér og fengu líka aðstoðs frá dómurum leiksins á köflum við það. um miðjan fjórða leikhluta fékk Martin Hermannsson á sig tvær mjög ódýrar villur sem voru fjórða og fimmta villan á okkar besta mann. Martin var kominn með 15 stig og virkaði eins og að hann væri að hitna. Við þetta lögðust okkar menn ekki í grasið heldur risu upp á aftur lappirnar. Staðan var 63-56 og mætti segja að það var stutt í endurkomu okkar manna. Eins og áður segir var þriggja stiga hittni okkar manna ekki búin að vera góð en eins og skrattinn úr sauðaleggnum byrjuðu menn að hitta. Ægir Þór, Kristinn Pálsson og Elvar Már Friðriksson settu niður þrista í lok leiksins og þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 74-73 og eins og oft áður stóð vörnin hjá Íslandi sína vakt og Jón Axel Guðmundsson keyrði á körfuna og skoarði og kom Íslandi yfir þegar 3,6 sekúndur voru eftir. Tyrkland tók leikhlé og fékk Tarik Biberovic boltann í hendurnar í sókninni. Jón Axel hafði góðar gætur á honum en Biberovic var nærrum því búinn að missa boltann frá sér áður en skotið reið af. Það var gott og áður en klukkan leið kláraðist. Skotið fór beint ofan í og eins stigs, 76-75, sigur Tyrkja staðreynd og ég skil það vel ef okkar menn fara að sofa í kvöld með óbragð í munni. Þvílík frammistaða og leikmennirnir geta gengið stoltir frá borði. Afhverju vann Tyrkland? Það var eitt skot sem skildi að. Tarik Biberovic hefur verið valinn í NBA deildina af Memphis Grizzlies og gæðin hreinlega láku af honum í þessu lokaskoti leiksins. Hann hafði haft hægt um sig í leiknum en þarna gerði hann vel. Það er svo hægt að tína ýmislegt til eins og það að Ísland er með töluvert lágvaxið lið og skoruðu heimamenn 14 stig eftir sóknarfráköst í leiknum í dag. Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá vildi sóknarleikur okkar manna ekki alltaf fylgja góðum varnarleik. Það er kannski allt í lagi að þetta hafi verið gangur leiksins því í lokin þegar Ísland náði loks að hleypa þessu upp í vitleysu þá sást það langar leiðir að leikmönnum Tyrkja leið ekki mjög vel. Það hefðu nokkrir þristar fyrr í leiknum mátt rata heim en þau fóru heim á réttum tíma. Ísland tapaði líka frákastabaráttunni en það var ekki öll sökin á þessu tapi. Svo má alveg setja spurningarmerki við dómana sem sendu Martin í skammarboxið. Það var mikil mýkt í seinustu tveimur síðustu villunum á hann og það var mjög pirrandi en þetta brýndi aðra menn bara til góðra verka. Bestir á vellinum? Sertac Sanli var stigahæstur Tyrkja, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst. Títtnefndur Biberovic var svo hetjan. Hjá Íslandi væri hægt að nefna alla þá sem sáu gólfið í dag. Martin Hermannss. var stigahæstur með 15 stig. Tryggvi skoraði 12 stig, tók 10 fráköst, varði þrjú skot og var með 22 framlagspunkta. Það voru svo Ægir Þór, Kristinn Pálsson, Elvar Már og Jón Axel sem keyrðu endurkomu lestina á brautarpallinn en allt kom fyrir ekki. Hvað næst? Nú tekur við hlé á landsleikjunum þar til í nóvember þegar við spilum við Ítalíu heima og að heiman. Það má segja að okkur getur farið að hlakka til þessara leikja en við höfum lagt Ítalíu að velli á heimavelli áður. Við getum líka leyft okkur að dreyma um að fara á Eurobasket á næsta ári en frammistaðan í þessum tveimur leikjum gefa góð fyrirheit. Vonandi halda allir sér heilum í millitíðinni því þetta lið er frábært. Landslið karla í körfubolta
Íslenska körfuboltalandsliðið stóð sig eins og hetjur í Istanbúl fyrr í dag. Ísland var yfir með einu stigi þegar 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum en Tarik Biberovic skoraði með lokaskoti leiksins og tryggði heimamönnum sigur. Grátlegt var það en Íslendingar geta gengið stoltir frá borði. Það má segja að varnarleikur íslenska liðsins hafi verið til algjörar fyrirmyndar lungan úr leiknum en á löngum köflum fylgdi sóknarleikurinn ekki eftir. Hinsvegar þá komu góðir kaflar þar sem Ísland komst í forystu eða þá náði að draga Tyrkina alla leiðina að sér þegar Tyrkir virtust ætla að keyra fram úr liðinu. Fyrsti leikhlutinn var í járnum eftir að Tyrkland komst yfir fjórum stigum yfir í byrjun hans. Leikhlutinn endaði jafn 16-16 og leiddu Tryggvi og Martin leiddu vagninn fyrir okkar menn. Annar leikhluti hafði svipaða sögu að segja. Tyrkland komst yfir með sex stigum um miðbik leikhlutans, 30-24, en aftur náðu Íslendingar að komast nálægt því að jafna en Tyrkir náðu að bæta örlítið við forskot sitt til að fara með fimm stiga forskot í stöðunni 35-30 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Þriggja stiga hittni liðanna var ekki góð í hálfleik, og í raun og veru ekki allan leikinn, en Ísland geigaði úr nokkrum galopnum skotum sem hefðu getað talið til tekna hjá gestunum frá Íslandi. Martin Hermannsson var stigahæstur okkar manna og Tryggvi Hlinason var framlagshæstur enda raðandi í tölfræðidálkana. Áhyggjur voru af því að orkan myndi fara þverrandi en mikið mæddi á okkar aðalmönnum. Seinni hálfleikur byrjaði ekki byrlega fyrir Ísland en þegar fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta leiddu heimamenn með 11 stigum. Sóknarleikur íslenska liðsins var ekki að ganga og þeir höfðu misst dampinn varnarlega. Leikhlé var tekið af Íslandi á þeim tímapunkti og við það batnaði varnarleikurinn mikið hjá okkar mönnum. Því miður kom sóknarleikurinn ekki strax en þar sem Tyrki voru ekki heldur að ná að hlaða körfum niður þá var enn séns. Ísland náði að draga Tyrkina nær sér við leikhluta skipti var munurinn sjö stig. Tyrkland náði að halda okkar mönnum 2-3 körfum frá sér og fengu líka aðstoðs frá dómurum leiksins á köflum við það. um miðjan fjórða leikhluta fékk Martin Hermannsson á sig tvær mjög ódýrar villur sem voru fjórða og fimmta villan á okkar besta mann. Martin var kominn með 15 stig og virkaði eins og að hann væri að hitna. Við þetta lögðust okkar menn ekki í grasið heldur risu upp á aftur lappirnar. Staðan var 63-56 og mætti segja að það var stutt í endurkomu okkar manna. Eins og áður segir var þriggja stiga hittni okkar manna ekki búin að vera góð en eins og skrattinn úr sauðaleggnum byrjuðu menn að hitta. Ægir Þór, Kristinn Pálsson og Elvar Már Friðriksson settu niður þrista í lok leiksins og þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 74-73 og eins og oft áður stóð vörnin hjá Íslandi sína vakt og Jón Axel Guðmundsson keyrði á körfuna og skoarði og kom Íslandi yfir þegar 3,6 sekúndur voru eftir. Tyrkland tók leikhlé og fékk Tarik Biberovic boltann í hendurnar í sókninni. Jón Axel hafði góðar gætur á honum en Biberovic var nærrum því búinn að missa boltann frá sér áður en skotið reið af. Það var gott og áður en klukkan leið kláraðist. Skotið fór beint ofan í og eins stigs, 76-75, sigur Tyrkja staðreynd og ég skil það vel ef okkar menn fara að sofa í kvöld með óbragð í munni. Þvílík frammistaða og leikmennirnir geta gengið stoltir frá borði. Afhverju vann Tyrkland? Það var eitt skot sem skildi að. Tarik Biberovic hefur verið valinn í NBA deildina af Memphis Grizzlies og gæðin hreinlega láku af honum í þessu lokaskoti leiksins. Hann hafði haft hægt um sig í leiknum en þarna gerði hann vel. Það er svo hægt að tína ýmislegt til eins og það að Ísland er með töluvert lágvaxið lið og skoruðu heimamenn 14 stig eftir sóknarfráköst í leiknum í dag. Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá vildi sóknarleikur okkar manna ekki alltaf fylgja góðum varnarleik. Það er kannski allt í lagi að þetta hafi verið gangur leiksins því í lokin þegar Ísland náði loks að hleypa þessu upp í vitleysu þá sást það langar leiðir að leikmönnum Tyrkja leið ekki mjög vel. Það hefðu nokkrir þristar fyrr í leiknum mátt rata heim en þau fóru heim á réttum tíma. Ísland tapaði líka frákastabaráttunni en það var ekki öll sökin á þessu tapi. Svo má alveg setja spurningarmerki við dómana sem sendu Martin í skammarboxið. Það var mikil mýkt í seinustu tveimur síðustu villunum á hann og það var mjög pirrandi en þetta brýndi aðra menn bara til góðra verka. Bestir á vellinum? Sertac Sanli var stigahæstur Tyrkja, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst. Títtnefndur Biberovic var svo hetjan. Hjá Íslandi væri hægt að nefna alla þá sem sáu gólfið í dag. Martin Hermannss. var stigahæstur með 15 stig. Tryggvi skoraði 12 stig, tók 10 fráköst, varði þrjú skot og var með 22 framlagspunkta. Það voru svo Ægir Þór, Kristinn Pálsson, Elvar Már og Jón Axel sem keyrðu endurkomu lestina á brautarpallinn en allt kom fyrir ekki. Hvað næst? Nú tekur við hlé á landsleikjunum þar til í nóvember þegar við spilum við Ítalíu heima og að heiman. Það má segja að okkur getur farið að hlakka til þessara leikja en við höfum lagt Ítalíu að velli á heimavelli áður. Við getum líka leyft okkur að dreyma um að fara á Eurobasket á næsta ári en frammistaðan í þessum tveimur leikjum gefa góð fyrirheit. Vonandi halda allir sér heilum í millitíðinni því þetta lið er frábært.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum