Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. febrúar 2024 23:29 Atvik málsins áttu sér stað í Þorlákshöfn. Vísir/Egill Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér. Dómsmál Ölfus Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér.
Dómsmál Ölfus Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira