Körfubolti

Fram­lengir til 2026 og verður launahæsti þjálfari deildarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Steve Kerr hefur þjálfað Warriors síðan 2014. Undir hans stjórn hefur liðið unnið 501 leik og tapað 264 sinnum.
Steve Kerr hefur þjálfað Warriors síðan 2014. Undir hans stjórn hefur liðið unnið 501 leik og tapað 264 sinnum. Alex Goodlett/Getty Images

Steve Kerr og Golden State Warriors hafa komist að samkomulagi um tveggja ára framlengingu á samningi þess fyrrnefnda til ársins 2026. Því fylgir launahækkun sem mun gera Steve Kerr að launahæsta þjálfara NBA deildarinnar. 

Samningur þjálfarans rennur út að þessu tímabili loknu en heimildamenn ESPN greina frá því að samkomulag sé í höfn um tveggja ára framlengingu. Sagt er frá því að Kerr fái 35 milljónir dollara greitt næstu tvö árin, 17,5 milljónir á ári hverju. 

Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, skrifaði nýlega undir átta ára risasamning sem gerði hann launahæstan með 15 milljónar dollara á ári, en Kerr mun ýta honum af stalli. Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs er launahærri en þeir báðir en hann starfar bæði sem þjálfari og forseti félagsins, sem setur hann í annan launaflokk.

Steve Kerr og Steph Curry, leikstjórnandi Warriors, munu þá vera með jafn langa samninga, til ársins 2026. 

Þeir, ásamt fleirum, hafa náð stórgóðum árangri undanfarin ár með Warriors en síðan Kerr tók við þjálfun hefur liðið fjórum sinnum hampað meistaratitli, síðast árið 2021. 

Auk starfa sinna sem þjálfari Warriors mun Steve Kerr stýra landsliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í París í sumar. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×