Enski boltinn

Marka­skorarinn Van Dijk hrósaði ungu strákunum eftir sigurinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Van Dijk fagnar í leikslok.
Van Dijk fagnar í leikslok. EPA-EFE/ANDY RAIN

Virgil van Dijk tryggði Liverpool sigur í enska deildabikarnum en hann skoraði tvívegis í úrslitaleiknum gegn Chelsea. Fyrra markið var dæmt af en það síðara, undir lok framlengingar, stóð og tryggði Liverpool sigurinn. Hann hrósaði ungum leikmönnum liðsins að leik loknum.

Liverpool var án lykilmanna eins og Mohamed Salah, Diogo Jota sem og markvarðarins Alisson í dag. Á endanum kom það ekki að sök þar sem Van Djk skoraði sigurmarkið og Caoimhin Kelleher átti stórleik í markinu.

„Það eru tilfinningar, það er eitthvað af öllu í gangi. Ég er svo stoltur af strákunum,“ sagði Hollendingurinn í viðtali skömmu eftir að leik lauk.

„Allir ungu strákarnir spiluðu þátt í því sem við afrekuðum í dag. Við viljum meira,“ bætti miðvörðurinn við en leikurinn virtist vera á leið í vítaspyrnukeppni þegar hann tryggði sigurinn.

„Maður á alltaf að njóta góðu augnablikanna og þetta er eitt af þeim. Maður á ekki að taka svona hlutum sem gefnum,“ sagði Van Dijk að endingu áður en hann leyfði sér að fagna með samherjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×