Nýverið slitnaði upp úr sambandi Heiðar og Steven og er eignin því komin á sölu.
Heimilið er fallega innréttað umvafið ljósri litapallettu í bland við svartan sem gefur heimilinu dýpt og glæsileika. Á gólfum er ljóst fiskibeinaparket sem gefur rýminu skandinavískt yfirbragð.
Yfir borðstofunni má sjá loftljósið Vertigo í svörtu hannað af Constance Guisset.

Um er að ræða bjarta 122 fermetra hæð í litlu fjölbýlishúsi miðsvæðis í Hafnarfirði sem var byggt árið 1966.
Eignin skiptist í forstofu, stóra stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Setustofa og borðstofa eru saman í opnu rými með fallegum stórum gluggum sem snúa inn að garðinum.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.





Heiður Ósk er einn færasti förðunarfræðingur landsins og hefur komið víða við í faginu. Árið 2022 festi hún og Ingunn Sigurðardóttir förðunarfræðingur, kaup á Reykjavík Makeup School sem útskrifar fjöldann allan af förðunarfræðingum árlega.
Nýverið gáfu þær út förðunarlínuna Chili In June sem þær hönnuðu frá grunni, framleiddar á Ítalíu.
Auk þess héldu þær úti förðunarþáttunum, Snyrtiborðið með HI beauty, sem sýndir voru á Lífinu á Vísi. Í þáttunum gáfu þær góð ráð tengd förðun og húðumhirðu.