Gripinn glóðvolgur með tvö kíló af kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2024 13:42 Frá töskusalnum á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn var gripinn með tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna frá Belgíu. Isavia Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripinn með rúmlega tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til landsins í desember síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 16. febrúar eftir að maðurinn, Mustafa Rada, játaði sök við þingfestingu tíu dögum fyrr. Hann var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa fimmtudaginn 7. desember staðið að innflutningi á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni með styrkleika rúmlega sextíu prósent. Efnin voru ætluð til sölu í ágóðaskyni hér á landi. Rada kom til landsins með flugi frá Belgíu og fundust efnin falin í farangurstösku hans á Keflavíkurflugvelli. Engin gögn voru til um að Rada hefði áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Ljóst væri að hann væri ekki eigandi efnanna eða skipuleggjandi. Hann hefði samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu, væri svokallað burðardýr. Var litið til þess við ákvörðun refsingar sem og samvinnu sem hann hefði sýnt við rannsókn málsins. Þá hefði hann játað brot sitt skýlaust frá upphafi. Þá hefði hegðun hans í gæsluvarðhaldi verið góð. Á móti yrði ekki litið fram hjá því að hann hefði flutt talsvert magn af sterkum efnum til landsins og aðkoma hans verið ómissandi liður í því ferli að koma þeim í dreifingu. Þótti 32 mánaða fangelsi hæfileg refsing en frá refsingunni dragast þeir rúmlega tveir mánuðir sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi. Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Belgía Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 16. febrúar eftir að maðurinn, Mustafa Rada, játaði sök við þingfestingu tíu dögum fyrr. Hann var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa fimmtudaginn 7. desember staðið að innflutningi á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni með styrkleika rúmlega sextíu prósent. Efnin voru ætluð til sölu í ágóðaskyni hér á landi. Rada kom til landsins með flugi frá Belgíu og fundust efnin falin í farangurstösku hans á Keflavíkurflugvelli. Engin gögn voru til um að Rada hefði áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Ljóst væri að hann væri ekki eigandi efnanna eða skipuleggjandi. Hann hefði samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu, væri svokallað burðardýr. Var litið til þess við ákvörðun refsingar sem og samvinnu sem hann hefði sýnt við rannsókn málsins. Þá hefði hann játað brot sitt skýlaust frá upphafi. Þá hefði hegðun hans í gæsluvarðhaldi verið góð. Á móti yrði ekki litið fram hjá því að hann hefði flutt talsvert magn af sterkum efnum til landsins og aðkoma hans verið ómissandi liður í því ferli að koma þeim í dreifingu. Þótti 32 mánaða fangelsi hæfileg refsing en frá refsingunni dragast þeir rúmlega tveir mánuðir sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Belgía Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira