Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 09:58 Ekki kemur fram í dómnum hvar á Spáni Íslendingarnir áttu sumarhús. Hér má sjá fasteignir á Malaga sem er einn af fjölmörgum bæjum á Spáni sem Íslendingar leggja leið sína til. Getty/John Keeble Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa 1. desember árið 2022 í húsi þeirra á Spáni sparkað í vinstri ökkla konunnar með þeim afleiðingum að hún ökklabrotnaði og lá óvíg eftir, fyrst á stofugólfinu og svo í sófa, allt til 4. desember er dóttir þeirra flaug til Spánar og kallaði til sjúkrabíl. Karlmaðurinn var handtekinn og úrskurðaður í nálgunarbann. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanninu með því að koma að heimili þeirra á Íslandi tveimur vikum eftir atburðinn. Bar fyrir sig neyðarvörn Karlmaðurinn neitaði sök og sagði raunar konuna hafa ráðist á sig fyrirvaralaust með því að slá til hans úlpu þar sem hann lá sofandi á efri hæð hússins. Hún hafi svo elt hann niður stiga, að útidyrahurð þar sem hann hafi reynt að flýja hana en ekki komist út. Hún hafi sparkað nokkrum sinnum í bak hans og hann loks svarað með því að sparka til baka í ökkla konunnar. Bar hann fyrir sig neyðarvörn í málinu og sagðist hafa orðið fyrir áverkum. Engin gögn studdu þá frásögn hans. Lagði dómurinn til grundvallar framburð konunnar sem væri trúverðugur. Var því ekki fallist á frásögn mannsins um neyðarvörn. Þvert á móti hefði konan vegna árásar mannsins legið hjálparana í húsinu í allt að þrjá sólarhringa áður en hún komst undir læknishendur eftir að dóttir hennar flaug utan henni til aðstoðar. Maðurinn hefði ekki skeytt sérstaklega um ástand hennar eða veitt henni eðlilega aðstoð. Konan sagðist ekki hafa hringt sjálf á sjúkrabíl vegna vankunnáttu hennar í spænsku. Áfengisvandamál Konan sagðist hafa nýtt nær allan daginn í þrif og tiltekt. Þau hafi verið saman á miðhæð hússins þegar hann hefði sparkað í hana og hún fallið á gólfið. Sakaði hún hann um að hafa slegið hana í andlitið og brotið gleraugun. Var hann ekki ákærður fyrir þann þátt árásarinnar. Henni hefði liðið skelfilega hjálparvana á sófanum í þrjá sólarhringa. Þá hefði henni liðið illa í marga mánuði eftir atvikið og heilsu hennar hrakað. Alrangt væri að maðurinn hefði verið sofandi á efri hæð. Hún hefði ekki veist að honum öðruvísi en að skamma hann fyrir hvernig hann hagi sér. Hún hafi ekki snert hann þó hún gæti hafa hent til hans úlpu. Dóttir þeirra sagði móður sína hafa lýst því þannig að maðurinn hefði tekið kast, sparkað í fót hennar og kýlt í andlit. Dóttirin sagði föður sinn eiga við áfengisvandamál að stríða ólíkt mömmunni sem þó fengi sér alveg í glas. Hún sagðist vita til þess að þau hefðu beitt hvort annað ofbeldi á sambúðartíma þeirra sem hefur verið í rúma hálfa öld. Hálf milljón í bætur Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fimm mánaða fangelsi væri hæfileg refsing auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Var meðal annars litið til þess að maðurinn hlaut fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart konunni í október 2019. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Íslendingar erlendis Spánn Heimilisofbeldi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira