Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 13:28 Fram kemur í dómum að lögreglumenn við embætti utan höfuðborgarsvæðisins hafi skutlað manninum til Reykjavíkur. Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu hafi ekið á móti þeim og tekið við manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna. Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það var 1. október 2022 sem fyrirtækið hélt árshátíð á hóteli á suðvesturhorninu, utan höfuðborgarsvæðisins. Konan var nýbyrjuð að vinna á staðnum og var mætt með eiginmanni sínum. Karlmaðurinn hafði unnið þar í fjögur til fimm ár. Konan lýsti því að hún hefði verið að dansa með öðrum starfsmönnum á meðan trúbador spilaði Teenage Dirtbag fyrir hópinn. Karlmaðurinn hefði gengið í áttina til hennar og hún talið hann ætla á barinn. Hann hefði gengið að henni og snert á henni píkuna með fingri sínum utan klæða. Konan sagðist hafa frosið, verið í algjörlegu áfalli og hugsað hvort þetta hefði í alvöru gerst. Kona á dansgólfinu hefði spurt hana hvort það væri í lagi með hana og hún sagt: „Nei, hann snerti á mér píkuna.“ Tekur nú stærri skammta af lyfjum Konan sagðist hafa farið að borðinu sínu og brotnaði niður. Allt hefði farið í háaloft og eiginmaður hennar farið við fleiri menn að leita uppi karlmanninn. Á þessum tíma hefði hún verið búin að ljúka eins og hálfs árs áfallameðferð vegna kynferðisbrots. Í kjölfarið hefði hún hætt störfum hjá fyrirtækinu og farið að vinna á stað þar sem eingöngu konur vinni. Hún sagðist ekki geta verið inni í herbergi með karlmönnum. Hún hefði verið komin af kvíða- og þunglyndislyfjum en tæki nú stærri skammta en áður. Hún væri ekki sama manneskja. Karlmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa áreitt konuna kynferðislega. Hefði orðið snerting hefði það verið óvart. Eftirlitsmyndavélar ættu að staðfesta það. Engar upptökur voru til af atburðum í salnum. Sagði áreitni ekki í sínum karakter Hann sagðist hafa drukkið einn bjór og einn sterkan drykk en minni hans væri þó almennt þokukennt. Gestir sögðu hann hafa tekið upp myndbönd af konum á dansgólfinu en sjálfur sagðist hann hafa verið að taka upp trúbadorinn og prófa nýja símann sinn. Hann sagði ekki í sínum karakter að gera hluti eins og honum væri gefið að sök. Aftur á móti hefði hann heyrt að konan kvartaði undan fólki yfir minniháttarhlutum. Héraðsdómur taldi framburð mannsins hvað varðaði áfengisdrykkju misvísandi því aðrir gestir og lögregla hafi lýst mikilli ölvun af hans hálfu. Gestir hefðu sagt hann taka myndir í óþökk kvenna á dansgólfinu en hann ekkert munað eftir því. Hann hefði aftur á móti munað eftir því þegar farið var með hann inn á hótelherbergi. Var framburður mannsins metinn ótrúverðugur á meðan framburður konunnar var talinn hafa verið stöðugur og trúverðugur um þau atriði sem skiptu máli. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni hálfa milljón króna í bætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Vinnustaðamenning Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira