„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 11:45 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans. Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira