Skoða að byggja nýja slökkvistöð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 15:51 Slökkvistöð Ísafjarðar er við Fjarðarstræti. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira