Gaf 100 milljónir undir þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2024 21:06 Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Börnin heita, talið frá vinstri: Vilhjálmur Bjarnason, Rakel Arna Ólafsdóttir, Indíana Gyða Gunnarsdóttir, Arnar Valur Guðmundsson og Þórdís Ella Böðvarsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárstofa, ný þjóðgarðsmiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri hefur verið opnuð formlega en þrír umhverfisráðherrar mættu á staðinn til að opna miðstöðina með aðstoð ungra barna á Kirkjubæjarklaustri. Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Húsnæði nýju þjóðgarðsmiðstöðvarinnar fellur mjög vel inn í landslagið rétt við þorpið á Klaustri og nánast alveg við þjóðveg númer eitt. Í miðstöðinni er sérstakt sýningarsvæði, kennsluaðstaða, auk rýmis fyrir starfsfólk þjóðgarðsins svo ekki sé minnst á veitingasöluna. Heildarkostnaður við bygginguna er um 900 milljónir króna. Það kom í hlut Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- orku og loftlagsráðherra að opna Skaftárstofu formlega um síðustu helgi með aðstoð barna á Kirkjubæjarklaustri og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar stóðu þar líka við, eða þau Sigrún Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. „Það er líka gaman að finna bæði hlýju og stemminguna og framtíðarsýnina hjá heimafólki því að það er nú það fólk, sem hefur borið þetta uppi fram til þessa og mun gera það áfram. Það eru bjartir tímar framundan,” segir Guðlaugur Þór. Skaftárstofa er nýtt og glæsilegt húsnæði á Kirkjubæjarklaustri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landið undir þjóðgarðsmiðstöðina var gefið af bónda í sveitinni en landið er metið á 100 milljónir króna í dag. Hér erum við að tala um Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði en með gjöfinni vildi hann styrkja og efla samfélagið sitt og bjóða gesti þess velkomna og fræða þá um náttúru og sögu svæðisins. Magnús Þorfinnsson í Hæðargarði, sem gaf landið undir þjóðgarðsmiðstöðina, sem er metið á um 100 milljónir króna í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér erum við náttúrulega með upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn svo sem bæði í heild, því þetta er fyrsti staðurinn, sem við komum að, þeir sem eru að koma úr vestri og á leiðinni inn í þjóðgarðinn en líka munum við setja upp sýningu hér fyrir innan sem er í hönnun núna þar sem við erum að leggja áherslu á þetta svæði hér og náttúruna okkar hér og menningu og sögu, sem er allt samtvinnað,” segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður hjá Skaftárstofu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og börnin klipptu ekki bara á borðann með ráðherra því þau sungu líka við opnun Skafárstofu. Fjölmenni mætti við opnunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Skaftárstofu
Skaftárhreppur Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira