„Gerði mig sterkari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 08:31 Luis Rubiales kyssir hér Jennifer Hermoso í verðlaunaafhendingunni á HM í fyrrasumar. Getty/Noemi Llamas Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu . Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024 Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024
Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti