„Gerði mig sterkari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 08:31 Luis Rubiales kyssir hér Jennifer Hermoso í verðlaunaafhendingunni á HM í fyrrasumar. Getty/Noemi Llamas Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu . Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024 Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé valdi hana ekki í fyrsta verkefnið eftir HM og sagði ástæðuna vera að hún hafi viljað hlífa Hermoso enda var mikið í gangi á þeim tíma. Luis Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, hafði kysst hana í verðlaunaafhendingunni og haldið því síðan fram að það hafi verið samþykktur koss. Hermoso hefur alla tíð neitað slíku og sagt að kosinn hafi verið algjörlega óumbeðinn. Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti sambandsins og málið hefur síðan farið fyrir dómstóla. Hermoso var komin aftur í landsliðið í október og skoraði þá sigurmark á 89. mínútu á móti Ítalíu í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna. Hún hefur haldið sæti sínu síðan. Hermoso faz forte desabafo e revela mágoa na seleção espanhola após caso Rubiales: 'Nunca vou entender'https://t.co/cEtIqNMeIY— ESPN Brasil (@ESPNBrasil) February 28, 2024 „Ég skildi ekki þessa ákvörðun og mun aldrei skilja hana,“ sagði hin 33 ára gamla Jenni Hermoso um að hafa ekki verið valin í fyrsta hóp eftir HM. „Þetta særði mig og er enn sárt. Þetta er samt eitthvað sem er búið og gert og það besta fyrir mig er að vera aftur með landsliðinu og að fá að spila annan úrslitaleik með landsliðinu,“ sagði Hermoso. „Síðasti blaðamannafundurinn minn var fyrir undanúrslitaleikinn á HM. Það hefur mikið breyst síðan þá og ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Hermoso. „Ég hef breyst mikið, bæði persónulega en líka hvað varðar fótboltann. Allt þetta gerði mig sterkari. Ég hef lært mikið af þessu öllu saman og ég er heppin að fá að taka þátt í öðrum úrslitaleik sex mánuðum síðar,“ sagði Hermoso. „Það er mikilvægt mig að spila annan úrslitaleik og halda áfram með landsliðinu. Mér líður vel, fótboltinn heldur áfram að gefa í mínu lífi og ég held áfram að njóta íþróttarinnar,“ sagði Hermoso. Hermoso unnu fyrstu Þjóðadeild kvenna í gær með 2-0 sigri á Frakklandi í úrslitaleiknum. Spain striker Jenni Hermoso reflects on the support she felt from around the football world in the aftermath of last year s World Cup final and the assault by disgraced former Spanish Football Association president Luis Rubiales. pic.twitter.com/SHGPjXtDHF— The Women's Game (@WomensGameMIB) February 22, 2024
Spænski boltinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira