Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 17:48 Skólastjórnendur í Fjarðabyggð lýsa yfir ósætti sínu við fyrirhugaðar breytingar í skólamálum í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. Talsvert ósætti ríkir um tillöguna og greiddi til að mynda einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn henni. Hún segir tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís á fundi bæjarstjórnar. Skólastjórnendur í Fjarðabyggð funduðu á Reyðarfirði í dag og lýsa ósætti sínu yfir breytingunum og þeim rangfærslum sem þeir halda fram að fram hafi komið í kjölfarið. Þeir segja að ekkert samráð hafi verið haft við skólastjórnendur eða aðra aðila skólasamfélagsins og að engar upplýsingar hafi komið fram um tilætlaðar breytingarnar en við birtingu fundargerðar bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Óttast skerðingu skólaþjónustu Einnig hafi fulltrúa skólastjórnenda grunnskóla í samráðshópi meinað að eiga samráð við eða upplýsa aðra skólastjórnendur í sveitarfélaginu um starf hópsins. Tillögur fulltrúa skólastjórnenda hafi verið virtar að vettugi og ekki tekið mark á þeim. „Skólastjórnendur óttast að verði fyrirhugaðar breytingar að veruleika þá muni skólaþjónusta við grunnskólabörn skerðast og vegið verði að lögvörðum réttindum þeirra til náms. Lög um farsæld barna leggja ýmsar skyldur á aðila skólasamfélagsins. Skólastjórnendur óttast að ekki náist að uppfylla þær að fullu verði ofangreindar breytingar að veruleika,“ stendur í tilkynningu frá skólastjórnendum í Fjarðabyggð undirritaðri af Ástu Ásgeirsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar. „Þá hefur Kennarasamband Íslands bent á að hugsanlega brjóti tillögur bæjarstjórnar í bága við lög um grunnskóla sem og kjarasamninga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.“ Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Talsvert ósætti ríkir um tillöguna og greiddi til að mynda einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn henni. Hún segir tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís á fundi bæjarstjórnar. Skólastjórnendur í Fjarðabyggð funduðu á Reyðarfirði í dag og lýsa ósætti sínu yfir breytingunum og þeim rangfærslum sem þeir halda fram að fram hafi komið í kjölfarið. Þeir segja að ekkert samráð hafi verið haft við skólastjórnendur eða aðra aðila skólasamfélagsins og að engar upplýsingar hafi komið fram um tilætlaðar breytingarnar en við birtingu fundargerðar bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Óttast skerðingu skólaþjónustu Einnig hafi fulltrúa skólastjórnenda grunnskóla í samráðshópi meinað að eiga samráð við eða upplýsa aðra skólastjórnendur í sveitarfélaginu um starf hópsins. Tillögur fulltrúa skólastjórnenda hafi verið virtar að vettugi og ekki tekið mark á þeim. „Skólastjórnendur óttast að verði fyrirhugaðar breytingar að veruleika þá muni skólaþjónusta við grunnskólabörn skerðast og vegið verði að lögvörðum réttindum þeirra til náms. Lög um farsæld barna leggja ýmsar skyldur á aðila skólasamfélagsins. Skólastjórnendur óttast að ekki náist að uppfylla þær að fullu verði ofangreindar breytingar að veruleika,“ stendur í tilkynningu frá skólastjórnendum í Fjarðabyggð undirritaðri af Ástu Ásgeirsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar. „Þá hefur Kennarasamband Íslands bent á að hugsanlega brjóti tillögur bæjarstjórnar í bága við lög um grunnskóla sem og kjarasamninga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.“
Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira