Flautað til leiks Trausti Hjálmarsson skrifar 1. mars 2024 12:30 Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í dag var flautað til leiks í formannskjöri Bændasamtaka Íslands. Þess vegna er dagurinn stór – að minnsta kosti í mínum huga. Ég trúi því einlæglega að formannskosningarnar geti skipt bændur á Íslandi – og um leið landbúnað þjóðarinnar – miklu máli. Ekki endilega vegna þess að sofið hafi verið á verðinum hingað til heldur vegna þess að við stöndum á mikilvægum tímamótum og þurfum að nýta fjölmörg sóknarfæri okkar til fulls. Grípa gæsina á meðan hún gefst. Seinna gæti orðið of seint. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að framboð gegn sitjandi formanni er ákveðin yfirlýsing um að hægt sé að gera betur. Gagnrýni mín beinist samt í raun ekki að einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið við stjórnvöl samtakanna heldur menningunni og verklaginu sem þar hefur orðið til. Samtal á milli þeirra sem við stjórnvölinn standa og hinna sem ganga til daglegra starfa sinna úti á akrinum hefur dofnað. Samtal bændaforystunnar og stjórnvalda hefur að sama skapi steytt á skeri. Það hefur í langan tíma frekar líkst störukeppni en samskiptum; hvað þá samstarfi. Þess vegna hafa mörg mikilvæg mál ekki náð fram að ganga. Í því sambandi má nefna tollverndina og ýmis önnur brýn viðfangsefni sem kippa þarf í liðinn til þess að laga rekstrar- og samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á alls kyns áhersluatriðum sem ég tel að forysta Bændasamtakanna þurfi að einbeita sér að. Mér dettur samt ekki til hugar að það sé mitt hlutverk, hvorki fyrir þessar kosningar né mögulega eftir þær, að hafa vit fyrir heildinni um hvert beri að stefna og hvernig. Það eru búgreinarnar sem velja sér sína forystu til að leiða mikilvæg verkefni grasrótarinnar og það er svo formanns BÍ og stjórnar að vinna eftir stefnu bændanna. Einmitt þess vegna hef ég lagt svo mikla áherslu á þau augljósu framfaraskref í vinnulagi bændaforystunnar að leggja betur við hlustir en gert hefur verið og efla með öllum tiltækum ráðum samtal á milli bænda, samstarf þeirra og samstöðu. Og þessi einföldu leiðarstef í innra starfi okkar bændanna gilda ekki síður út á við. Samtalið við stjórnvöld í landinu þarf að vera hreinskiptið, heiðarlegt og lausnamiðað. Samstarfið við fyrirtækin sem byggja verðmætasköpun sína á framleiðslu okkar bændanna þarf sömuleiðis að grundvallast á trausti og sameiginlegu markmiði um ásættanlega afkomu beggja. Og samstaða í samfélaginu öllu um vöxt og viðgang landbúnaðarins er svo auðvitað hornsteinn þess að vel takist til. Formannskosningin stendur yfir í dag og á morgun, 1.-2.mars. Félagsmenn í Bændasamtökunum geta tekið þátt og vonandi er að þeir nýti lýðræðislegan rétt sinn með myndarlegum hætti. Það verða síðan einungis kjörnir fulltrúar á Búnaðarþing 14. – 15. mars sem greiða atkvæði um hverjir aðrir taki sæti í stjórn Bændasamtakanna. Vonandi tekst okkur að manna samhentan flokk við stjórnvölinn sem leitar allra leiða til þess að nýta sóknarfæri okkar til fulls. Höfundur er frambjóðandi til formanns Bændasamtakanna.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun