Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 12:03 Hús sem standa á eða við sprungur í Grindavík eru mörg hver sigin, halla og eru skökk. Vísir/Vilhelm Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaganum að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðings á hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu smáskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum frá miðnætti. Hlé hefur verið gert á skoðunum á eignum í Grindavík í bili vegna yfirvofandi eldgoss sem talið er að geti hafist á hverri stundu. Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa þó nú þegar skoðað og metið flestar eignir þar sem tjón hefur verið tilkynnt. Jón Örvar Bjarnason sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir fyrstu upplýsingar benda til þess að tjóni á eignum sé mjög misskipt. Annarsvegar sé talsvert mikið af eignum, um 60 til 65 hús sem hafa orðið fyrir altjóni. Þá er viðgerðarkostnaður talinn meiri en vátryggingarfjárhæðin, sem sagt brunabótamat eignanna. „Þetta eru húseignir sem standa við megin sprungusvæðin í Grindavík,“ segir Jón Örvar. „Það eru þrjú meginsprungusvæði í Grindavík og hús sem standa á þeim sprungum eða mjög nærri þeim eru ansi mörg með altjóni.“ Bjuggust við meira tjóni á húsum við sigdalinn Í vesturhluta bæjarins, í svokölluðum sigdal, segir Jón Örvar að tjónið á eignum sé mun minna en búist var við. „Samkvæmt upplýsingum matsmanna er allt frá því að vera mjög lítið, eða jafnvel ekkert tjón á eignum á þeim svæðum og alveg upp í þessi altjón sem eru þá við sprungusvæðin. Það kemur á óvart hversu misskipt þetta er, það hefði mátt búast við að það væri meira tjón á svæðum sem eru fjær sprungum en það virðist vera raunin að það virðist vera talsvert lítið tjón. Tjónið sé allt öðruvísi eðlis samanborðið við tjón sem hefur orðið við aðra jarðskjálftaatburði á undanförnum árum og áratugum, til dæmis á Suðurlandi árin 2000 og 2008. „Þar voru ekki þessar miklu sprungur og færslur heldur í raun meiri yfirborðshröðun, eða hristingur, sem olli skemmdunum á húseignum þá. Svo það var miklu jafnarar og dreifðara tjónið yfir stærra svæði á Suðurlandi miðað við það sem við erum að sjá í Grindavík, þar sem tjónið er staðbundið við þessar sprungur,“ segir Jón Örvar Ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið Þau hús sem standa á eða við sprungu eru að sögn Jón Örvars allflest sigin, halla og eru skökk. „Auk þess eru sum brotin, burðarvirkið hefur brotnað og eru því hættuleg að vera í. Það er ekki hægt að gera við þessar húseignir fyrir lægri fjárhæðir en þau eru tryggð fyrir, þar að segja brunabótamatið, og því flokkast það sem altjón hjá okkur. Og við greiðum bæturnar beint til húseigendanna.“ Altjón er á um 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík.Vísir/Vilhelm Þá segir Jón að náttúruhamfaratryggingar hafi aldrei tekist á við tjónsatburð sem ekki sjái fyrir endann á. Rétt sé að hafa í huga að Náttúruhamfaratrygging geti ekki borgað mörgum sinnum fyrir sama tjónið í sama tjónsatburðinum. „Það er ekki heimilt. Þannig það gæti verið varhugavert og umhugsunarefni hvort og hvernig eigi að ráðast í viðgerðum á skemmdum eignum ef það er yfirvofandi að þær skemmdir muni koma fram aftur í atburðinum sem er ekki enn þá lokið,“ segir Jón Örvar Bjarnason, sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Húsnæðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira