Hvorugt liðið með taugar til að næla í þrjú stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 17:00 Yoane Wissa skoraði stórglæsilegt mark í dag. Warren Little/Getty Images Brentford og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Chelsea heimsótti Brentford í Lundúnaslag og voru heimamenn betri framan af leik. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir eftir undirbúning Malo Gusto á 35. mínútu og leiddu gestirnir með einu marki í hálfleik. Chelsea hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og brotnuðu þeir snemma í síðari hálfleik. Mads Roerslev jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar. Þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka kom Yoane Wissa heimamönnum yfir með frábæru marki en hann klippti boltann í netið úr miðjum teig Chelsea. Brentford hefur hins vegar líka átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og liðið ekki vant því að vera yfir. Það nýtti Axel Disasi sér þegar hann stangaði fyrirgjöf Cole Palmer í netið á 83. mínútu og staðan orðin 2-2. Enski boltinn Fótbolti
Brentford og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Chelsea heimsótti Brentford í Lundúnaslag og voru heimamenn betri framan af leik. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir eftir undirbúning Malo Gusto á 35. mínútu og leiddu gestirnir með einu marki í hálfleik. Chelsea hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og brotnuðu þeir snemma í síðari hálfleik. Mads Roerslev jafnaði metin þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar. Þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka kom Yoane Wissa heimamönnum yfir með frábæru marki en hann klippti boltann í netið úr miðjum teig Chelsea. Brentford hefur hins vegar líka átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og liðið ekki vant því að vera yfir. Það nýtti Axel Disasi sér þegar hann stangaði fyrirgjöf Cole Palmer í netið á 83. mínútu og staðan orðin 2-2.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti