Frumsýning á Vísi: Halli boðar útgáfutónleika á NASA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 22:02 Haraldur Þorleifsson gefur út nýtt lag og myndband í kvöld og hefur boðað útgáfutónleika í maí. Vísir Haraldur Þorleifsson gefur í kvöld út sitt fimmta lag og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Hann hyggst halda útgáfutónleika á NASA, hefur neglt niður dagsetningu þann 4. maí og er miðasala hafin. „Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
„Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið