Nýr forsetaframbjóðandi stígur fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 18:08 Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu, er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún hefur komið víða við, starfað sem túlkur, þjónustufulltrúi og bókasafnsvörður. Vísir/Einar Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024. Þetta kemur fram á vef Island.is fyrir rafræna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024. Opnað var fyrir fyrir rafræna söfnun meðmæla í dag og þar má sjá alla þá sem hafa boðið sig formlega fram til embættisins. Agnieszka Sokolowska er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún starfar sem sjálfstætt starfandi túlkur og sem verkefnastjóri hjá slökkviliðinu en hefur áður unnið sem þjónustufulltrúi hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og sem bókavörður hjá Borgarbókasafninu. Áður boðið sig fram á þing og í sveitastjórn Agnieszka greindi frá framboði sínu í færslu á Facebook í dag. Þar skrifar hún „Dear friends and foes. I decided to make an attempt to become the next president of Iceland. Would greatly appreciate your signatures, even if just for the kicks“ Á íslensku hljómar færslan svo: „Kæru vinir og óvinir. Ég hef ákveðið að gera tilraun til að verða næsti forseti Íslands. Ég yrði mjög þakklát fyrir ykkar undirskriftir, þó það sé bara til gamans gert.“ Þetta er ekki fyrsta framboð Agnieszku af því hún var í tíunda sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 og í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum árið 2021. Agnieszka var einnig til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2022 þegar hún mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, á Jafnréttisþingi ásamt hópi erlendra kvenna. Þær vildu meina að Sólveig Anna græfi undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gáfu henni táknrænt rautt spjald fyrir það. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Island.is fyrir rafræna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024. Opnað var fyrir fyrir rafræna söfnun meðmæla í dag og þar má sjá alla þá sem hafa boðið sig formlega fram til embættisins. Agnieszka Sokolowska er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún starfar sem sjálfstætt starfandi túlkur og sem verkefnastjóri hjá slökkviliðinu en hefur áður unnið sem þjónustufulltrúi hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og sem bókavörður hjá Borgarbókasafninu. Áður boðið sig fram á þing og í sveitastjórn Agnieszka greindi frá framboði sínu í færslu á Facebook í dag. Þar skrifar hún „Dear friends and foes. I decided to make an attempt to become the next president of Iceland. Would greatly appreciate your signatures, even if just for the kicks“ Á íslensku hljómar færslan svo: „Kæru vinir og óvinir. Ég hef ákveðið að gera tilraun til að verða næsti forseti Íslands. Ég yrði mjög þakklát fyrir ykkar undirskriftir, þó það sé bara til gamans gert.“ Þetta er ekki fyrsta framboð Agnieszku af því hún var í tíunda sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 og í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum árið 2021. Agnieszka var einnig til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2022 þegar hún mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, á Jafnréttisþingi ásamt hópi erlendra kvenna. Þær vildu meina að Sólveig Anna græfi undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gáfu henni táknrænt rautt spjald fyrir það.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00