Er talmeinafræðingur í þínu teymi? Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:00 Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun